Dalabyggð
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 35
**1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**
|Horft til þess að bæjarhátíðin "Heim í Búðardal" verði fyrstu helgina í júlí (5.-7. júlí)|
Á sama tíma verður hátíð á Eiríksstöðum og verður horft til þess að efla fleiri félög og heimamenn til þátttöku þessa helgi með viðburðum og skemmtun.
Áhersla Dalabyggðar verði dagskrá fyrir börnin, m.a. rætt um fjölskyldu-kvöldvöku, sýningar og leiktæki.
Nú er verið að halda bæjarhátíðina í níunda skiptið og spurning um hvað íbúum finnst gefast vel eða vanta í tengslum við hátíðina? Hvað vilja íbúar gera eða standa fyrir á hátíðinni og hvaða áherslur vilja íbúar sjá?
**2. 2301029 - Menningarmálaverkefnasjóður 2023**
|Verkefni sem fengu styrk 2023 og hefur verið lokið:|
Sigurbjörg Kristínardóttir - Kórstarf: 200.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.
Slysavarnadeild Dalasýslu - Skemmtikvöld: 200.000kr.-
Skýrsla var að skila sér.
Sigrún Hanna Sigurðardóttir - Lífið á Laugum (sýning, hlaðvarp): 200.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.
Iceland up close ehf - Refill (hugmyndasmiðja): 100.000kr.-
Skýrslu skilað og búið að greiða styrkinn.
Ungmennafélagið Ólafur Pá - Póstbrautin (þrautabraut): 60.000kr.-
Skýrsla var að skila sér.
Verkefni sem fengu styrk 2023 en er ólokið:
Sælureiturinn Árblik - Jólaball: 40.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir - Er líða fer að jólum (tónleikahald): 200.000kr.-
Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir þann 1. febrúar ár
hvert.
Nefndin felur verkefnastjóra að auglýsa næstu úthlutun, hægt verði að senda inn umsóknir frá og með deginum í dag (5. desember 2023) til og með 15. janúar nk.
**3. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023**
|Á árinu var m.a. farið í vinnu við uppfærslu söguskilta sem verða komin upp fyrir árslok og þá er verið að fara í eitt stærsta heildstæða kynningarverkefnið sem Dalabyggð hefur farið í. Um er að ræða myndatökur, bæði ljósmyndir og upptökur af náttúruperlum, opnum svæðum og frá ferðaþjónum í Dalabyggð ásamt uppsetningu á gagnvirku myndbandi sem nýtist Dalabyggð á ýmsan hátt. Í verkefninu verður áhersla á sögu, menningu og náttúrufegurð.|
[Kynningarstarfsemi_2023-24_04122024_JMS.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=74NQkkO5UEWOPjO_69mDPw&meetingid=KykT47cCH0mqCyho7I9BNQ1)
**4. 2311012 - Byggðasafn Dalamanna ársskýrsla 2022**
|Lagt fram til kynningar.|
[2022 Byggðasafn Dalamanna ársskýrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=T1lwk_JVCEyELnunFkPvcA&meetingid=KykT47cCH0mqCyho7I9BNQ1)