Dalabyggð
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 142
**1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023**
|Nefndin gerir ekki athugasemdir við samninginn.|
**2. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal - óveruleg breyting á deiliskipulagi**
|Tillaga að breytingu deiliskipulags Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar, sem felur í sér breytingu á lóðamörkum Miðbrautar 8 og byggingarreits íþróttamiðstöðvar. Frá lóð Miðbrautar 6 og meðfram lóðamörkum Miðbrautar 6B er skilgreindur þjónustuvegur að kjallara íþróttahúss sem aðeins er ætlaður umferð vegna þjónustu við íþróttahúsið. |
Fyrir liggur greining á skuggavarpi breyttrar hönnunar íþróttahúss dags. 6.3.2023, sem sýnir að skuggi á jafndægri er lítilsháttar skuggavarp inn fyrir girðingu leikskólalóðar síðdegis, eða um kl. 16:00 við lok skóladags.
Áhrif breytingar eru metin óveruleg á umhverfisþætti og hagsmuni nágranna. Breytingin fær því málsmeðferð sem óveruleg breyting, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna.
**3. 2312002 - Hamrar, vegagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi**
|Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga vegna lagningar á aðkomuvegi inn á land Hamra frá landi Sámsstaða, sbr. erindi umsækjanda dags. 29. nóvember 2023 ásamt afstöðumynd og samþykki eigenda Sámsstaða. |
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Þess verði gætt að raska ekki vistkerfum sem njóta verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
**4. 2301065 - Ljárskógabyggð**
|Skipulagsbreytingin felur í sér breytingar á sveitarfélagsuppdrætti 3/5 og greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin felst í að svæði F-23 sem er austan þjóðvegar færist alfarið vestur fyrir veginn. Umfang frístundasvæðisins minnkar um 33,5 ha, þ.e. úr 56,9 ha í 23,4 ha, en heimilaður fjöldi frístundahúsa innan svæðisins eykst. Hringtákn fyrir stök frístundahús færist til suðurs þar sem nú er frístundahús. Einnig er gert ráð fyrir tveimur nýjum verslunar- og þjónustusvæðum (VÞ18 og VÞ19) fyrir ferðaþjónustu vestan vegar, á samtals 9,8 ha svæði.|
Í vinnslu er deiliskipulagstillaga þar sem uppbyggingin verður nánar útfærð og verður deiliskipulagstillagan auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu þegar þar að kemur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur farið yfir vinnslutillöguna og umhverfismat hennar og telur hana lýsa efni breytingar og líklegum áhrifum með fullnægjandi hætti. Nefndin bendir á að lagfæra þarf orðalag í kafla 3 svo ljóst sé að ekki ekki sé fyrirhuguð breyting á reiðleið um svæðið. Í kafla 3 þarf að taka út síðustu setninguna um að legu göngu- og hjólaleið og reiðleið um svæðið verði breytt og í kafla 3.1. undir kaflaheitinu Vegir, götur og stígar, taka út setninguna: „Eingöngu er um að ræða breytta legu göngu-, hjóla- og reiðleiða.“ Skipulagsnefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja vinnslutillöguna til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með áðurnefndum lagfæringum.
**5. 2312003 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis að Staðarfelli**
|Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ljúka veitingu leyfisins.|
**6. 2311020 - Staðarfell stofnun og afmörkun lóða**
|Nefndin leggst ekki gegn þessari breytingu.|
**7. 2311018 - Umsókn um breytta stærð og nafn í Sælingsdalslandi**
|Nefndin samþykkir erindið.|
**8. 2311009 - Stafræn húsnæðisáætlun 2023-2033**
|Nefndin samþykkir áætlunina og bendir á að hún er hófleg.|
[Húsnæðisáætlun 2024 - Dalabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=neSCX8Pzt0ePY0t2U1r4yg&meetingid=5235NJTbk6pSVltFSGTgg1)