Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1605
==== 7. desember 2023 kl. 00:00, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Ósk um afnot á íþróttahúsi að Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 20. janúar 2024 ==
[202311573](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311573#uqn9j3croew-67r9rgqf3a1)
Ósk Ungmennafélagsins Aftureldingar um afnot á íþróttahúsinu að Varmá vegna Þorrablóts Aftureldingar 20. janúar 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi beiðni Aftureldingar.
== 2. Tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót Aftureldingar ==
[202311593](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311593#uqn9j3croew-67r9rgqf3a1)
Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna Þorrablóts Aftureldingar í Varmá þann 20. janúar nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna Þorrablóts 20. janúar 2024 í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
== 3. Kynning á stöðu gatnagerðar og jarðvegsframkvæmda 2023 ==
[202311539](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311539#uqn9j3croew-67r9rgqf3a1)
Almenn kynning á stöðu jarðvegs- og gatnagerðarverkefna sem eru að finna í B-Hluta fjárfestingaáætlunar eignasjóðs.
Málinu frestað til næsta fundar.
== 4. Frumvarp til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra ==
[202311575](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311575#uqn9j3croew-67r9rgqf3a1)
Frá velferðarnefnd Alþingis umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra. Umsagnarfrestur er til 11. desember n.k.
Lagt fram.