Fjarðabyggð
Bæjarráð - 826
**1. 2205294 - Samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar - breytingar 2022 og 2023**
|Framlögð tillaga Framsóknarflokks og Fjarðalista að breytingum á 62. gr. samþykktar auk viðauka um stjórn og fundarsköp Fjarðabyggðar nr. 252/2022 með síðari breytingum. Bæjarráð samþykkir breytinguna og vísar henni til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna.|
**2. 2312054 - Erindisbréf fjölskyldunefndar**
|Framlögð drög að nýju erindisbréfi fjölskyldunefndar með vísan til tillögu að breytingum á nefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir breytingu á erindsbréfinu og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna.|
**3. 2312053 - Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar**
|Framlögð drög að nýju erindisbréfi skipulags- og framkvæmdanefndar með vísan til tillögu að breytingum á nefndum sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir breytingu á erindsbréfinu og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Ragnar Sigurðsson, situr hjá við afgreiðsluna.|
**4. 2311139 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2023**
|Lántaka hjá Ofanflóðasjóði. Gert er ráð fyrir samþykki fyrir lántökunni hjá Ofanflóðasjóði berist í vikunni. Fyrir liggur minnisblað fjármálastjóra varðandi lántökuna. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti lántökuna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.|
**5. 2303095 - Málefni fjölskyldusviðs**
|Sviðsstjóri fjölskyldusviðs mætti á fundinn og fór yfir stöðu mála á sviðinu. |
Starfshópi um rekstur íþróttamannvirkja er veittur frestur til 25. janúar 2024 til að skila niðurstöðum.
| |
__Gestir__
|Laufey Þórðardóttir - 09:30|
**6. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023**
|Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, fræðslustjóri og formaður starfshóps um fræðslumál koma á fundinn og fara yfir stöðu mála við vinnu starfshóps um fræðslumál.|
Starfshópurinn hefur tekið saman talsvert magn af upplýsingum og sett upp drög af sviðsmyndum. Bæjarráð þakkar fyrir vinnuna sem unnin hefur verið. Nú hefst vinna við stefnumótun á grundvelli þessara gagna og verður uppfært erindsbréfi hópsins lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs, ásamt tilnefningum í hann að nýju. Í framhaldi af vinnu þess hóps verður farið í samráð.
**7. 2312049 - Málefni framkvæmda- og umhverfissviðs 2023**
|Sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs mætir á fundinn og fer yfir stöðu mála á sviðinu.|
Bæjarráð þakkar fyrir yfirferðina.
**8. 2312006 - Úthlutun byggðakvóta 2023 og 2024**
|Lögð til úthlutun á byggðkvóta til Fjarðabyggðar fyrir fiskveiðiárið 2023 og 2024. Á síðasta fiskveiðiári voru engar sérreglur í gildi varðandi úthlutun byggðakvóta. Bæjarráð samþykkir að ekki verði óskað eftir sérreglum varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2023 - 2024.|
[Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=VbdEsbToAUqJYzPFPfr6pw&meetingid=Q_a67hIydU2jEsCq_lBgyQ1
&filename=Fjarðabyggð.pdf)
**9. 2312011 - Íbúafundir í janúar 2024**
|Umræða um íbúafundi í janúar 2024 og undirbúning þeirra. |
Gert er ráð fyrir að fundirnir verði allir haldnir í húsnæði grunnskólanna á hverjum stað og hefjist þeir allir kl. 20:00.
Dagsetningar verða sem hér segir:
Breiðdalsvík - 15. janúar
Stöðvarfjörður - 16. janúar
Reyðarfjörður - 17. janúar
Eskifjörður - 18. janúar
Norðfjörður - 22. janúar
Fáskrúðsfjörður - 23. janúar
Fundur verður haldinn í Mjóafirði í samráði við íbúa.
[20231020_FjardabyggdDeloitte_vF.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=zc4NgjqYCEOn49UvRNykLw&meetingid=Q_a67hIydU2jEsCq_lBgyQ1
&filename=20231020_FjardabyggdDeloitte_vF.pdf)
**10. 2312063 - Endurnýjun á samningi um Náttúrustofu Austurlands 2023**
|Á fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands þann 7. desember slsl. var athygli vakin á því að samningur Fjarðabyggðar og Múlaþings við umhverfisráðuneytið varðandi rekstur Náttúrustofunar rennur út um áramót. Bæjarstjóra falið að ræða við hlutaðeigandi vegna samningagerðar.|
**11. 2312050 - Erindi vegna gjaldfrjálsra afnota af eldhúsi grunnskólans á Stöðvarfirði**
|Framlagt erindi Kimi Tayler um gjaldfrjáls afnot af eldhúsi grunnskólans á Stöðvarfirði. Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að skoða erindið með hlutaðeigandi aðilum á grundvelli verkefnisins Brothættar byggðir|
[Kitchen access 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=3d1VphIYqUWCsm3zIXZTTg&meetingid=Q_a67hIydU2jEsCq_lBgyQ1
&filename=Kitchen access 2023.pdf)
**12. 2312047 - Aðgerðerðaáætlun í kjölfar haustþings SSA**
|Framlagt til kynngar bréf frá stjórn SSA vegna aðgerðaráætlunar sem unnin var upp úr ályktunum haustþings SSA 2023. Bæjarstjóra falið fara yfir verkefnin og vísa þeim til umfjöllunar í viðeigandi nefndum sveitarfélagsins.|
[Bréf SSA til sveitarfélaga á Austurlandi vegna aðgerðaráætlana haustþings SSA 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hkUyR6fxwUwicfJETMdsQ&meetingid=Q_a67hIydU2jEsCq_lBgyQ1
&filename=Bréf SSA til sveitarfélaga á Austurlandi vegna aðgerðaráætlana haustþings SSA 2023.pdf)
**14. 2312056 - Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg**
|Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu, drög að frumvarpi til laga um sjávarútveg og tillögur um útfærslu á innviðaleið. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.|
**15. 2312061 - Samningur við Orkusöluna fyrir skerðanlegt rafmagn**
|Framlögð drög að samningi við Orkusöluna fyrir skerðanlegt rafmagn til húshitunar. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.|
**16. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna**
|Fundargerðir starfshóps um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna nr. 1 og nr.2 lagðar fram til kynningar.|
**17. 2312020 - Erindi frá forstöðumönnum bókasafna í Fjarðabyggð - desember 2023**
|Framlagt til kynningar erindi frá forstöðumönnum bókasafnanna í Fjarðabyggð frá 1. desember 2023. |
**18. 2102122 - Jafnlaunastefna endurskoðun**
|Framlögð drög að endurskoðaðri jafnlaunastefnu fyrir Fjarðabyggð ásamt minnisblaði. Bæjarráð samþykkir drögin og vísar jafnlaunastefnunni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.|
**19. 2311147 - Umsókn um lóð Bakkagerði 11**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasonar um lóðina að Bakkagerði 11 á Reyðarfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að úthluta lóðina og vísar úthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.|
**20. 2311181 - Umsókn um lóð Strandgata 12 Nesk**
|Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd lóðaumsókn Heimis Snæs Gylfasonar vegna lóðarinnar að Strandgötu 12 í Neskaupstað. Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt að úthluta lóðinni og vísar úthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.|
**22. 2312057 - Jólasjóður 2023**
|Minnisblað lagt fram frá stjórnanda félagsþjónustu með tillögu að greiðslu styrks í jólasjóð Fjarðabyggðar vegna úthlutunar úr sjóðnum í desember 2023. Bæjarráð samþykkir styrk í jólasjóðinn að upphæð 500.000 kr.|
**13. 2312045 - Frumvarp til laga um lagareldi**
|Matvælaráðuneytið hefur með töluvpósti kynnt til samráðs mál nr. 253/2023 - „Frumvarp til laga um lagareldi“. Umsagnarfrestur er til og með 03.01.2024. Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna drög að umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.|
[Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um lagareldi.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=fUjZGuTbAki3Z05MDv7Zg&meetingid=Q_a67hIydU2jEsCq_lBgyQ1
&filename=Boð um þátttöku í samráði: Frumvarp til laga um lagareldi.pdf)
**23. 2311024F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 40**
|Fundargerð 40. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar lögð fram til staðfestingar.|
**23.1. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva**
**23.2. 2311147 - Umsókn um lóð Bakkagerði 11**
**23.3. 2311181 - Umsókn um lóð Strandgata 12 Nesk**
**23.4. 2311066 - Umsókn um lóð Nesgata 34**
**23.5. 2312003 - Umsókn um lóð Hlíðargata 7-9, Fásk**
**23.6. 2311164 - Framkvæmdaleyfi bryggja við minningarreit SVN í Neskaupstað**
**23.7. 2303218 - Stækkun lóða við Hjallaleiru**
**23.8. 2311197 - Uppbygging Suðurfjarðarvegar.**
**23.9. 2311165 - Kostnaður og tekjur sveitarfélaga af úrgangsmálum**
**23.10. 2311005F - Fjallskilanefnd - 5**
**23.11. 2312014 - Sólbakki 2 lokun götu og byggingareitir bílskúrar**
**24. 2312002F - Hafnarstjórn - 305**
|Fundargerð 305. fundar hafnarstjórnar lögð fram til staðfestingar|
**24.1. 2009216 - Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat**
**24.2. 2204049 - Beiðni um nýja flotbryggju**
**24.3. 2310174 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð**
**24.4. 2311220 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2023**
**24.5. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023**
**25. 2311005F - Fjallskilanefnd - 5**
|Fundargerð 5. fundar fjallskilanefndar lögð fram til staðfestingar|
**25.1. 2307039 - Erindi til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands lausagangaágangur búfjár**
**25.2. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023**
**25.3. 2311092 - Styrkur til garnaveikiólusetningar í Fjarðabyggð**
**25.4. 2207099 - Úrgangsmál, dýrahræ og alm. úrgangur í dreifbýli**
**25.5. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði**
**21. 2301183 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2023**
|Fundargerð 939. fundar stjórnar sambands Íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.|