Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 389
= Bæjarstjórn #389 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 13. desember 2023 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
=== 2. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027 ===
Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2024 ásamt 3ja ára áætlun 2025-2027.
Rekstur A - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um 157,3 millj.kr., fjármagnsliðir eru rúmar 132 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um rúmar 25 millj. kr. Veltufé frá rekstri er um 201 millj. kr. Fjárfestingar eru 305 millj.kr. og afborganir langtímalána 131,7 millj.kr.
Rekstur A - og B - hluta fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 275 millj.kr., fjármagnsliðir eru um 176 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um 99,4 millj.kr. Veltufé frá rekstri er 382 millj.kr. Fjárfestingar eru 459 millj.kr., afborganir langtímalána 178 millj.kr. og lántökur 250 millj.kr.
Með breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga á árinu 2021, þurfa sveitarfélög nú að færa í samantekin reikningsskil sín, sem og fjárhagsáætlanir, hlutdeild sína í byggðasamlögum, sameignarfélögum, sameignarfyrirtækjum og öðrum félögum með ótakmarkaðri ábyrgð.
Í tilviki Vesturbyggðar á þetta við um eftirtalin samrekstrarverkefni:
- Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks
- Fjórðungssamband Vestfirðinga
- Náttúrustofa Vestfjarða
Áætlanir framangreindra rekstrareininga fyrir árin 2024 til 2027 um rekstur, efnahag og sjóðsstreymi liggja ekki fyrir og því hafa áhrif þeirra ekki verið færð í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Forseti og staðgengill bæjarstjóra.
Fjárhagsáætlun Vesturbyggðar er samþykkt samhljóða.
=== 3. Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár ===
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024.
Til máls tók: Forseti
Forseti bar staðfestingu gjaldskránna upp til atkvæðagreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2024.
=== 4. Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar ===
Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2023 ásamt minnisblaði hafnarstjóra. Viðaukinn er lagður fyrir vegna seinkunar á afgreiðslu samgönguáætlunar og óvissu með mótframlag úr hafnabótasjóði. Lagt til að fjármagn sem ætlað var vegna efniskaupa í viðlegukantinn á Bíldudal verði heldur nýtt á árinu 2023 til efniskaupa fyrir nýja flotbryggju á Patreksfirði ásamt viðlegufingrum fyrir flotbryggjuna á Bíldudal.
Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstrarniðurstöðu né handsbært fé.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn staðfestir viðaukann.
=== 5. Fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps 2024 til umræðu ===
Þar sem tillaga um sameiningu sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt er sveitarfélögunum óheimilt að skuldbinda sveitarfélagið eða samþykkja greiðslur úr sveitarsjóði sem ekki leiðir af lögum, fjárhagsáætlun eða þegar samþykktum viðauka við hana nema sveitarfélagið sem það er að sameinast samþykki slíka ráðstöfun. Af því leiðir að Vesturbyggð skal taka fjárhagsáætlun 2024-2027 fyrir Tálknafjarðarhrepp til afgreiðslu.
Fjárhagsáætlun Tálknafjarðahrepps 2024-2027 er lögð fram í samræmi við 121. gr. sveitarstjórnarlaga.
Til máls tók: Forseti
Vesturbyggð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps fyrir 2024-2027 í samræmi við 121. gr. sveitarstjórnarlaga.
=== 6. Úthlutun byggðakvóta 2023-2024 ===
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir og Jón Árnason viku af fundi undir þessum lið og við stjórn fundarins tók varforseti Friðbjörn Steinar Ottósson.
Lagt fram bréf matvælaráðuneytisins dags. 1. desember 2023 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Á 55. fundi hafna- og atvinnumálaráðs lagði formaður til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2023/2024.
Tillaga formanns var samþykkt samhljóða.
Lagðar eru til eftirfarandi sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð:
a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2020 til 31. ágúst 2021.
b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2021 til 31. ágúst 2022.
Varaforseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.
Til máls tók: varaforseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða ofangreindar sérreglur vegna úthlutunar byggðakvóta í Vesturbyggð fiskveiðiárið 2022/2023.
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir og Jón Árnason komu aftur inná fundinn og forseti tók aftur við stjórn fundarins.
=== 7. Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning. ===
Erindi frá Jakobi Pálssyni, dags. 5. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir Krossholt - iðnaðarhús, L139837. Núverandi samningur er útrunninn.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að endurnýjun samningsins verði samþykkt. Lóðin skal vera í samræmi við deiliskipulag svæðisins, u.þ.b. 1100 m2.
Til máls tóku: Forseti og ÁS.
Bæjarstjórn vísar málinu aftur til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisráði þar sem tryggja þarf aðgengi að VÞ lóð fyrir innan þar sem ekki áformað að fara í nýja veglagningu að lóðinni.
Samþykkt samhljóða.
=== 8. Langholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu. ===
Tekin fyrir umsókn Vesturbyggðar um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu við Langholt, Krossholt, dagsett 30. nóvember 2023. Veglagning er í samræmi við samþykkta breytingu á deiliskipulagi fyrir Langholt og Krossholt sem sýnir fyrirhugaða staðsetningu aðkomuvegar.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða
=== 9. Hjallur v. Fjósadal. ósk um lóðarleigusamning og skráningu. ===
Erindi frá Sóley G. Karlsdóttur, dags. 7. nóvember. Í erindinu er óskað eftir lóðarleigusamningi undir harðfiskhjall við Fjósadal, Patreksfirði. Hjallurinn hefur staðið um árabil og er óskráður og er óskað eftir skráningu á hjallinum í fasteignaskrá.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 112. fundi sínum að erindið yrði samþykkt. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss. Skipulags- og umhverfisráð fól byggingarfulltrúa að vinna málið áfram
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir gerð lóðarleigusamnings og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Stærð lóðar skal vera sú sama og grunnflötur húss.
Samþykkt samhljóða.
== Fundargerð ==
===
10.
===
Bæjarráð - 973
Lögð fram til kynningar fundargerð 973. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 28. nóvember 2023. Fundargerðin er í 19 liðum.
Til máls tók: Forseti
[10.1. #2306021 – Fjárhagsáætlun 2024 - 2027](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2306021/) [10.2. #2311057 – Mál nr. 468 um frumvarp til laga um skatta og gjöld ( gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311057/) [10.3. #2311038 – Til samráðs - Grænbók í málefnum innflytjenda og flóttafólks](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311038/) [10.4. #2311045 – Til samráðs - Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 816-2011 um hafnarríkiseftirlit](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311045/) [10.5. #2311069 – Mál nr. 497 um frumvarp til laga breytingu á barnaverndarlögum, nr.80-2022, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40-1991 (reglugerðarheimildir).](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311069/) [10.6. #2311060 – Til samráðs - Skilgreining á opinberri grunnþjónustu](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311060/) [10.7. #2311056 – Til samráðs - Útlendingalög (alþjóðleg vernd)](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311056/) [10.8. #2311043 – Ábending til sveitarfélaga um mikilvægi kynja- og jafnréttissjónarmiða](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311043/) [10.9. #2302039 – Formlegar sameiningarviðræður milli Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302039/) [10.10. #2301036 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301036/) [10.11. #2311058 – Upplýsingapóstur vegna Grindavíkur](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311058/) [10.12. #2311039 – Fjárhagsáætlun 2024 - gjaldskrár](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311039/) [10.13. #2302026 – Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2302026/) [10.14. #2303038 – Bíldudalsskóli og Tjarnarbrekka Hönnun og undirbúningur](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2303038/) [10.15. #2212024 – Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2212024/) [10.16. #2311067 – Ósk um að uppgjör BsVest verði miðað við áramót 2023-2024](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311067/) [10.17. #2311052 – Mál nr. 478 um frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311052/) [10.18. #2311044 – Til samráðs - Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 5402020 um fiskeldi](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311044/) [10.19. #2311068 – Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311068/)
===
11.
===
Menningar- og ferðamálaráð - 31
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 7. desember 2023. Fundargerð er í 5 liðum.
[11.1. #2301003 – Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301003/) [11.2. #2301002 – Tjaldsvæði Vesturbyggðar 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301002/) [11.3. #2306039 – Umsóknir Vesturbyggðar í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2306039/) [11.4. #2310053 – Tendrun jólatrjáa 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2310053/) [11.5. #2311012 – Til samráðs - Fyrstu drög að aðgerðum í aðgerðaráætlun ferðamálastefnu 2030](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311012/)
===
12.
===
Skipulags og umhverfisráð - 112
Lögð fram til kynningar fundargerð 112. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 7. desember 2023. Fundargerð er í 9 liðum.
Til máls tók: Forseti
[12.1. #2311075 – Brjánslækur. Ósk um heimild til niðurrifs á matshl. 17.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311075/) [12.2. #2301046 – Umsagnarbeiði vegna Mjólkárvirkjunar. Stækkun virkjunar og afhending grænnar orku.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2301046/) [12.3. #2311062 – Erindi varðandi heimreið að Arnórsstöðum](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311062/) [12.4. #2311023 – Hjallur v. Fjósadal. ósk um lóðarleigusamning og skráningu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311023/) [12.5. #2311054 – Þúfneyri - vegna áforma um uppbyggingu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311054/) [12.6. #2312006 – Langholt. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir veglagningu.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2312006/) [12.7. #2304027 – Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304027/) [12.8. #2312011 – Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2312011/) [12.9. #2311035 – Stjórnunar - og verndaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311035/)
===
13.
===
Hafna- og atvinnumálaráð - 55
Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 8. desember 2023. Fundargerð er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti
[13.1. #2311055 – Bíldudalshöfn - aðstöðumál.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311055/) [13.2. #2311042 – Tilkynning varðandi lúsameðferð í Tálknafirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311042/) [13.3. #2312003 – Úthlutun byggðakvóta 2023-2024](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2312003/) [13.4. #2304027 – Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2304027/) [13.5. #2312010 – Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2023](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2312010/) [13.6. #2311059 – Fundargerð nr. 458 stjórnar Hafnasambands Íslands](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2311059/)
===
14.
===
Skipulags og umhverfisráð - 113
Lögð fram til kynningar fundargerð 113. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 12. desember 2023. Fundargerð er í 1 lið.
Til máls tóku: Forseti, GE, FSO SSS.
[14.1. #2310032 – Friðlandið í Vatnsfirði. Umsagnarbeiðni, breyting á friðlýsingarskilmálum.](/stjornsysla/baejarstjorn-og-nefndir/fundargerdir/malsnumer/2310032/)
Forseti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta bæjarstjórnar. Með vísan til beiðni umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra þar sem óskað er umsagnar um erindi Orkubús Vestfjarða um afnám eða breytingu friðlýsingar og greinargerð um áhrif Vatnsdalsvirkjunar í Vatnsfirði, dags. 12. október 2023. Vesturbyggð leggur áherslu á að tillögur sem þegar hafa verið ákveðnar í svæðisbundnum aðgerðum stjórnvalda og með tímasettum áföngum verði settar í forgang, áður en kannað er hvort að ástæða sé til að breyta friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar. Eins og fram kemur í greinargerð Orkubús Vestfjarða, Vatnsdalsvirkjun í Vesturbyggð, sem gefin er út í október 2023, mun virkjun og tengdar framkvæmdir koma til með að raska náttúrufars- og menningarþáttum sem hafa hátt verndargildi. Virkjunin myndi hafa í för með sér rask á birki sem nýtur sérstakrar verndar, áhrif á vatnalíf, rask á búsvæðum dýra, áhrif á menningarminjar á svæðinu, þ.e. varðaðri Þingmannaleið og áhrif á rennsli í Vatndalsá og Austurá sem mun hafa áhrif á ásýnd fossa sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Vesturbyggð leggur því áherslu á að þær vatnsaflsvirkjanir á Vestfjörðum sem hafa nú þegar verið samþykktar innan Rammaáætlunar, þ.e. Austurgil og Ófeigsfjörður séu settar í forgang. Einnig leggur Vesturbyggð ríka áherslu á að tvöföldun Vesturlínu verði hafin nú þegar, enda nauðsynlegt að lokið verði við þá framkvæmd til þess að tryggja flutning til og frá svæðinu. Þannig fái náttúran í Vatnsfirði áfram að njóta vafans, og að ekki verði gengið lengra en nauðsynlegt er. Lokið verði fyrst við þær framkvæmdir sem þegar hafa verið undirbúnar til að mæta þeim mikilvægu almannahagsmunum sem felast í aðgengi að orku á Vestfjörðum áður en ákvörðun er tekin um afnám eða breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar GE bar upp eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihluta bæjarstjórnar. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar kemur fram að leggja beri áherslu á að tillögur sem þegar hafa verið ákveðnar í svæðisbundnum aðgerðum og með tímasettum áföngum verði settar í forgang, áður en kannað er hvort að ástæða sé til að breyta friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar. Ýmsir kostir hafa verið lagðir fram sem taldir eru leysa vandann til skemmri og lengri tíma, en ekki hefur verið sýnt fram á að vilji sé til að fjármagna þá kosti eða með hvaða hætti þeir verði tryggðir þegar ljóst má vera að tími og fjármagn verður lykilþáttur í þeim öllum. Því þykir okkur ekki skynsamlegt að hafna þessari leið og teljum að bókun meirihlutans gangi ekki nógu langt til að bregðast við brýnum hagsmunum samfélagsins um styrkingu raforkukerfisins á Vestfjörðum og framtíðarhagsmunum sunnanverða Vestfjarða þegar kemur að orkuskiptum og frekari uppbyggingu atvinnulífs. Horfa þurfi til allra kosta í því samhengi og fá fram með opnu og skilgreindu ferli, viðhorf þeirra sem lögum samkvæmt fjalla um slíka kosti. Því viljum við leggja áherslu á að ráðherra nýti heimild skv. b-lið 1. mgr. 44. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, þar sem við teljum að mjög brýnir samfélagslegir hagsmunir krefjist þess að kosturinn verði skoðaður. Bókun meirihlutans borin upp til samþykktar, samþykkt með fjórum atkvæðum (Forseti, ÞSÓ, FSÓ og SSS) og þrír sátu hjá við atkvæðagreiðslu (ÁS, GE og AVR).
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 389. fundar miðvikudaginn 13. desember 2023 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 5 málsnr. 2312018 - Fjárhagsáætlun Tálknafjarðarhrepps 2024 til umræðu, verði bætt inná dagskránna. Dagskrárliðir 5 - 12 færast niður um einn lið og verða númer 6 - 13. Einnig er lagt til að við dagskránna bætist við til kynningar fundargerð skipulags- og umhverfisráðs fundur nr. 113 og verði sá dagskrárliður númer 14 á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.