Mosfellsbær
Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1606
==== 14. desember 2023 kl. 07:30, ====
2. hæð Helgafell
== Fundinn sátu ==
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varamaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Fundargerð ritaði ==
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
== Dagskrá fundar ==
=== Almenn erindi ===
== 1. Úthlutun lóða í Langatanga og Fossatungu ==
[202310436](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202310436#k9nic61z2ucuehip63afa1)
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu.
Á fundinum voru framkomin tilboð í lóðirnar opnuð. Alls bárust 36 tilboð. Eitt tilboð barst eftir að fresti lauk og telst það því ógilt.
Alls bárust:
7 tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu.
29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 21. desember 2023.
== Gestir ==
- Ómar Karl Jóhannesson, lögfræðingur
== 2. Kynning á stöðu gatnagerðar og jarðvegsframkvæmda 2023 ==
[202311539](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202311539#k9nic61z2ucuehip63afa1)
Almenn kynning á stöðu jarðvegs- og gatnagerðarverkefna sem eru að finna í B-hluta fjárfestingaáætlunar eignasjóðs.
Deildarstjóri framkvæmda og sviðsstjóri umhverfissviðs kynntu stöðu jarðvegs- og gatnagerðarverkefna sem eru að finna Í B-hluta fjárfestingaáætlunar eignasjóðs.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
== 3. Innleiðing LED-götulýsingar ==
[202201416](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202201416#k9nic61z2ucuehip63afa1)
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út útskiptingu á götulömpum í sveitarfélaginu yfir í LED-götulýsingu
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila umhverfissviði að bjóða út 1. áfanga í útskiptingu á götulömpum í sveitarfélaginu yfir í LED í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
== 4. Erindi Landsamtaka hjólreiðamanna varðandi samninga við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól ==
[202312012](/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/202312012#k9nic61z2ucuehip63afa1)
Erindi Landsamtaka hjólreiðamanna varðandi samninga við leigufyrirtæki með rafhlaupahjól.
Bæjarráð tekur undir ábendingar í bréfinu um að gera verði ríkar kröfur varðandi umgengni og frágang vegna notkunar á rafhlaupahjólum. Jafnframt að þau sjónarmið sem fram koma í erindinu verði höfð til hliðsjónar í framtíðar viðræðum við leigufyrirtæki sem bjóða þjónustu með rafhlaupahjól.
== Gestir ==
- Jóhanna B. Hansen, sviðsstjóri umhverfissviðs
- Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda