Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 48. (2101)
|
|
|
|**1. 2206112 - Fjárhagsáætlun 2023- Viðauki nr. 3**
|Lúðvík Hjalti Jónsson, fjármálastjóri kom á fund bæjarráðs og gerði grein fyrir eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2023.
|
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2023 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Viðauki nr. 3.
Brekkuás 2 - nýr íbúakjarni fyrir fatlað fólk.
Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir að forstöðumaður yrði ráðinn í nóvember til að undirbúa rekstur á árinu 2024. Framkvæmdir við byggingu hússins gengu betur en áætlað var. Því var ákveðið að taka búsetukjarnann í notkun í haust.
Samþykkt var að ganga til samninga við Ás styrktarfélag um umsjón með rekstrinum og var samningur undirritaður 14. september sl. Fyrstu íbúar fluttu í íbúðirnar í lok október sl., fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarframlag á árinu 2023 40.000.000
Strætó bs.
Aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta skv. niðurstöðu Landsréttar vegna útboðsmáls sbr. bréf Strætó dags. 13., desember 2023.
Aukaframlag til Strætó 27.000.000
Samtals útgjaldauki 67.000.000
Fjármögnun
Staðgreiðsla útsvars -67.000.000
Samtals -67.000.000
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2312196 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi undirritun samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk**
|Í tilkynningunni kemur fram að ríki og sveitarfélög hafa undirritað samkomulag um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hámarksútsvar sveitarfélaga hækkar um 0,23% og fer úr 14,74% í 14,97%. Samsvarandi lækkun verður á tekjuskattprósentu ríkisins.
|
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn, með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15. desember 2023, að samþykkja að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,71%. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að samhliða hækkun á álagningu útsvars sveitarfélaga um 0,23% komi til lækkunar á tekjuskatti ríkisins um sömu prósentu. Hækkun útsvars í Garðabæ um 0,23% felur því ekki í sér auknar álögur á íbúa.
Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. desember nk.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2003173 - Haukanes 24 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkri afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Antoni Kristni Þórarinssyni, kt. 140379-4339, leyfi til að taka í notkun óuppfyllt gluggalaust rými og tengja við kjallara einbýlishússins við Haukanes 24.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2304158 - Kumlamýri 1- Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Svölu B Heiðberg Guðmundsdóttur, kt. 250395-2139, leyfi til að stækka parhús í byggingu við Kumlamýri 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2309596 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) vegna lóðarinnar við Borgarás 10.**
|Bæjarráð samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts vestra (Ásahverfis) vegna lóðarinnar við Borgarás 10. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bárust engar athugasemdir. Breytingin skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2305174 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Mávanes 22.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2312163 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi skiptingu einbýlishússins við Víkurgötu 11 í tvær íbúðir.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2312167 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna heimildar til fjölgunar á íbúðum í fjölbýlishúsum við Vorbraut að norðanverðu. **
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir heimild í skilmálum um kjallara fyrir bílgeymslur og fjölgun íbúða um eina við Vorbraut nr. 1, 11, 13, og 17 og um þrjár íbúðir við Vorbraut nr. 3. 7 og 9.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2312130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að uppfærslu deiliskipulags norðurhluta Hnoðraholts og tillögu um breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Vorbraut.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að uppfærslu deiliskipulagsskilmála norðurhluta Hnoðraholts ásamt greinargerð þar sem allar breytingar sem gerðar hafa verið verða innfærðar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2310034 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 18.**
|Bæjarráð samþykkir með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Hraunhóla 18. Tillagan var grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga og bárust engar athugasemdir. Breytingin skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2310085 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðiholts og deiliskipulagi Breiðumýrar og norðanverðs Sviðsholts vegna stækkunar á lóðinni við Lyngholt 19.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Víðiholts og deiliskipulagi Breiðumýrar og norðanverðs Sviðsholts í tilefni umsóknar um breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar við Lyngholt 19.
|
Grenndarkynna skal eigendum lóða við Víðiholt og Lyngholt 4, 6, 8, 10, 13, 15 og 17.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2311098 - Tillaga bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans og Viðreisnar varðandi inngildingu kynsegin fólks við tilnefningar íþróttafólks Garðabæjar.**
|Bæjarráð vísar tillögunni til umfjöllunar og nánari útfærslu íþrótta- og tómstundarráðs.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2312177 - Bréf Strætó bs. um auka framlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta skv. niðurstöðu Landsréttar í máli 344/2022, dags. 13.12.23.**
|Í bréfinu er greint frá niðurstöðu stjórnar Strætó bs. um að una niðurstöðu Landsréttar samkvæmt dómi í máli Teits ehf. gegn Strætó bs. Samkvæmt niðurstöðu dómsins ber Strætó að greiða skaðabætur að fjárhæð kr. 193.918.137 ásamt vöxtum til 11. september 2020 og dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Heildarfjárhæðin nemur kr. 351.458.794. Í bréfin er farið fram á aukaframlag frá eigendum og nemur hlutur Garðabæjar kr. 26.891.595. Vísað er til afgreiðslu, sbr. 1. tl., fundargerðarinnar varðandi viðauka vegna málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2009072 - Tillaga um uppsögn samnings um sorphirðu og undirbúning nýs útboðs.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu um uppsögn samnings við Íslenska gámafélagið ehf., kt. 470596-2289 með sex mánaða fyrirvara miðað við 31. desember 2023. Jafnframt samþykkir bæjarráð að unnið verði að undirbúningi nýs útboðs sorphirðu frá heimilum í Garðabæ og að nýr samningur taki gildi frá og með 1. júlí 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2309301 - Útboð vegna endurnýjunar á áhorfendabekkjum í Íþróttamiðstöð Álftaness.**
|Lagt fram minnisblað Strendings ehf. varðandi nýja áhorfendabekki í Íþróttmiðstöð Álftaness.
|
Bæjarráð samþykkir að auglýsa útboð vegna kaupa á nýjum áhorfendabekkjum í Íþróttamiðstöð Álftaness. Gera skal ráð fyrir að útboðið taki til svæða A og B og að í boði verða tvær tillögur eins og fram kemur í minnisblaði.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2306192 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi innleiðingu á legu græna stígsins í skipulagsáætlanir, dags. 14.12.23.**
|Í bréfinu er upplýst um samþykkt frá fundi svæðisskipulagsnefndar sem haldinn var 8. desember 2023 þar sem bókuð var hvatning til aðildarsveitarfélaga um að innleiða legu græna stígsins í skipulagsáætlanir sveitarfélaganna.
|
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2309016 - Afgreiðsla íþrótta- og tómstundaráðs varðandi reglur um hvatapeninga 2024.**
|Bæjarráð samþykkir reglur um hvatapeninga árið 2024. Samkvæmt reglunum verða hvatapeningar óbreyttir kr. 55.000. Í reglunum er nýtt ákvæði um viðbótarhvatapeninga kr. 15.000 sem eru tekjutengdir. Viðmið tekna erum þau sömu og í reglum Garðabæjar um tekjutengingu afslátta.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2301456 - Útboð vegna kaupa og endurnýjunar á loftræstibúnaði í Garðaskóla.**
|Lögð fram úttekt Líf bygginga ehf. á loftræstibúnaði Garðaskóla þar sem lagt er til að til að bæta innvist verði komið fyrir nýju loftræstikerfi fyrir 2. hæð en núverandi kerfi notað fyrir 1. hæð.
|
Í úttektinni er gerð grein fyrir þremur tillögum að lausnum og mælt með einni tillögu sem gerir ráð fyrir að koma fyrir airmaster samstæðum í skólastofum á 2. hæð en vera með loftræstisamstæðu upp í þakrými sem loftræstir miðjurými sömu hæðar.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í hönnun á kerfinu og innkaupum á tækjum og búnaði.
|
|
|
|