Hvalfjarðarsveit
Menningar- og markaðsnefnd 47. fundur
= Menningar- og markaðsnefnd =
Dagskrá
=== 1.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit ===
1905042
Farið yfir tilboð frá auglýsingastofum sem bárust vegna markaðs- og kynningarmála í Hvalfjarðarsveit.
=== 2.Merking sögu og merkisstaða ===
1911013
Fimmta skiltið er tilbúið og uppsett. Afhjúpun verður auglýst síðar.
Hugmyndavinna komin af stað við skilti sex og búið er að ákveða staðsetningu á því. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram.
Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaðaskiltin. Menningar- og markaðsnefnd felur oddvita að festa kaup á þremur bekkjum frá Krumma ehf., sem áætlað er að setja upp við sögu- og merkistaðaskiltin.
Hugmyndavinna komin af stað við skilti sex og búið er að ákveða staðsetningu á því. Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram.
Umræður um áningarstaði við sögu- og merkisstaðaskiltin. Menningar- og markaðsnefnd felur oddvita að festa kaup á þremur bekkjum frá Krumma ehf., sem áætlað er að setja upp við sögu- og merkistaðaskiltin.
=== 3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023 ===
2303016
Jólagleði á Vinavelli.
Þann 9. desember síðastliðinn fór fram vel heppnuð jólagleði á Vinavelli í Melahverfi.
Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur í kuldanum og sáu jólasveinar til þess að stórir sem smáir skemmtu sér vel. Jólasöngvar voru sungnir og dansað var í kringum jólatréð. Jólasveinarnir komu færandi hendi með stútfullan poka af jólanammi fyrir káta krakka.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og er öllum sem komu að viðburðinum færðar bestu þakkir fyrir samstarfið.
Boðið var upp á heitt súkkulaði og piparkökur í kuldanum og sáu jólasveinar til þess að stórir sem smáir skemmtu sér vel. Jólasöngvar voru sungnir og dansað var í kringum jólatréð. Jólasveinarnir komu færandi hendi með stútfullan poka af jólanammi fyrir káta krakka.
Menningar- og markaðsnefnd þakkar öllum þeim sem mættu á viðburðinn kærlega fyrir komuna og er öllum sem komu að viðburðinum færðar bestu þakkir fyrir samstarfið.
=== 4.Hvalfjarðardagar 2024 ===
2311015
Umræður um Hvalfjarðardaga 2024.
Umræður fóru fram um Hvalfjarðardaga 2024 sem eiga að fara fram þriðju helgina í ágúst 2024.
=== 5.Mannamót Markaðsstofu landhlutanna 2024 ===
2312001
Mannamót 18. janúar 2024- opið fyrir skráningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Menningar- og markaðsnefnd samþykkir lægsta tilboðið sem barst, frá auglýsingarstofunni Ennemm. Tilboðið hljóðar uppá kr. 2.650.000, þar af kr. 1.950.000 vegna markaðs- og kynningarátaks og kr. 700.000.- fyrir hönnun og vinnslu á aðkomutákni Hvalfjarðarsveitar.
Menningar- og markaðsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Anna Kristín Ólafsdóttir og Guðjón Þór Grétarsson viku af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.