Hveragerðisbær
Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd
= Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd =
Dagskrá
Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.
=== 1.Starfsáætlun Menningar-atvinnu og markaðsnefndar ===
2311248
Fundadagatal og starfsáætlun menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar lagt fram til samþykktar.
Rætt um starfsáætlun nefndarinnar fyrir 2024. Áætlunin uppfærð og samþykkt.
=== 2.Umsóknir um dvöl í Varmahlíðarhúsinu 2024 ===
2311345
Alls bárust 34 umsóknir um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð fyrir árið 2024. Tillaga að úthlutun lögð fram.
Úthlutun rædd og menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að ganga frá úthlutuninni miðað við tillögur nefndarinnar.
=== 3.Íþróttamaður Hveragerðis 2023 ===
2311250
Alls bárust sex tilnefningar til Íþróttamanns Hveragerðis árið 2023.
Nefndin fór yfir tilnefningarnar og valdi íþróttamann Hveragerðis 2023. Afhending mun fara fram í Listasafni Árnesinga fimmtudaginn 28. desember kl. 16.
Einar Alexander vék af fundi undir þessum lið kl. 18.10.
=== 4.Styrkbeiðni v. Jólastundar í Reykjadalsskála ===
2311253
Rætt um styrkbeiðni út frá umsókn og kostnaðaráætlun frá tónleikahöldurum.
Nefndin óskar tónleikahöldurum til hamingju með vel heppnaða tónleika og sitt framlag til menningar og lista á aðventunni. Því miður er ekki unnt að verða við styrkbeiðninni að svo stöddu en óskar eftir frekara samtali og samstarfi á nýju ári.
Einar Alexander kom inn á fundinn kl. 18.23.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:30.
Getum við bætt efni síðunnar?