Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 18. (933)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**18. (933). fundur**
|
|
|21.12.2023 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Lilja Lind Pálsdóttir varabæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Bjarni Theódór Bjarnason varabæjarfulltrúi. Baldur Ólafur Svavarsson varabæjarfulltrúi. Guðjón Pétur Lýðsson varabæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson varabæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 7. desember 2023 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2312015F - Fundargerð bæjarráðs frá 12/12 ´23.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 10 tl., er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2312026F - Fundargerð bæjarráðs frá 19/12'23.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 19 tl., er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsa mála.
|
|
|2206112 - Fjárhagsáætlun 2023- Viðauki nr. 3.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2023 samkvæmt 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
|
Viðauki nr. 3.
Brekkuás 2 - nýr íbúakjarni fyrir fatlað fólk.
Í samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 var gert ráð fyrir að forstöðumaður yrði ráðinn í nóvember til að undirbúa rekstur á árinu 2024. Framkvæmdir við byggingu hússins gengu betur en áætlað var. Því var ákveðið að taka búsetukjarnann í notkun í haust.
Samþykkt var að ganga til samninga við Ás styrktarfélag um umsjón með rekstrinum og var samningur undirritaður 14. september sl. Fyrstu íbúar fluttu í íbúðirnar í lok október sl., fyrr en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarframlag á árinu 2023 40.000.000
Strætó bs.
Aukaframlag vegna greiðslu skaðabóta og vaxta skv. niðurstöðu Landsréttar vegna útboðsmáls sbr. bréf Strætó dags. 13. desember 2023.
Aukaframlag til Strætó 27.000.000
Samtals útgjaldauki 67.000.000
Fjármögnun
Staðgreiðsla útsvars -67.000.000
Samtals -67.000.000“
|
|
|
|
|2312167 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna heimildar til fjölgunar á íbúðum í fjölbýlishúsum við Vorbraut að norðanverðu.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir heimild í skilmálum um kjallara fyrir bílgeymslur og fjölgun íbúða um eina við Vorbraut nr. 1, 11, 13, og 17 og um þrjár íbúðir við Vorbraut nr. 3. 7 og 9.“ (Mál nr. 2312167)
|
|
|
|
|
|2312130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að uppfærslu deiliskipulags norðurhluta Hnoðraholts og tillögu um breytingu á deiliskipulagi vegna lóða við Vorbraut.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að uppfærslu deiliskipulagsskilmála norðurhluta Hnoðraholts ásamt greinargerð þar sem allar breytingar sem gerðar hafa verið verða innfærðar.“ (Mál nr. 2312130)
|
|
|
|
|
|2310085 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Víðiholts og deiliskipulagi Breiðumýrar og norðanverðs Sviðsholts vegna stækkunar á lóðinni við Lyngholt 19.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að fram fari grenndarkynning skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga vegna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Víðiholts og deiliskipulagi Breiðumýrar og norðanverðs Sviðsholts í tilefni umsóknar um breytingu á lóðarmörkum lóðarinnar við Lyngholt 19. Grenndarkynna skal eigendum lóða við Víðiholt og Lyngholt 4, 6, 8, 10, 13, 15 og 17.“ (Mál nr. 2310085)
|
|
|
|
|
|2312195 - Ráðningarferli vegna starfa sviðsstjóra.
|
|
|
|„Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að Björg Fenger, formaður bæjarráðs komi í stað bæjarstjóra að undirbúningi, málsmeðferð og ákvörðun að tillögu fyrir bæjarstjórn um ráðningu í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.“ (Mál nr. 2312195)
|
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri vék af fundi við afgreiðslu um tillögu á ráðningarferli vegna starfs sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2312019F - Fundargerð fjölskylduráðs frá 13/12 ´23.**
|Gunnar Valur Gíslason, ræddi 2. tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar og 3. tl., tölulegar upplýsingar í barnavernd og fjárhagsaðstoð.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2312018F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 13/12 ´23.**
|Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., samskiptasáttmála Garðabæjar, 2. tl., íþróttahátíð 2024 og val á íþróttafólki Garðabæjar, 3. tl., reglur um hvatapeninga 2024 og 4. tl. ársskýrslu Tennisfélags Garðabæjar.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2312022F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 14/12 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2312001F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 6/12 ´23.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., úthlutun úr Námsgagnasjóði, 2. tl., samskiptasáttmála Garðabæjar, 3. tl., fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024, 4. tl., áhersluþætti vegna úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla árið 2024 og 5. tl., kynningu og samtal við skólastjórnendur Flataskóla.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2312016F - Fundargerð umhverfisnefndar frá 13/12 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2312013F - Fundargerð öldungaráðs frá 11/12 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2301318 - Fundargerð stjórnar SSH frá 4/12 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2303053 - Fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 3/10, 7/11 og 5/12 ´23. **
|Fundargerðarnar lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2301453 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 11/12 ´23. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi niðurstöður dómsmáls Teits ehf. gegn Strætó bs.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2301673 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 8/12 ´23. **
|Björg Fenger, ræddi 3. tl., samþykkt um leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur.
|
Baldur Ólafur Svavarsson, ræddi 3. tl., samþykkt um leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur og 4. tl., hvatningu til sveitarfélaga um að innleiða græna stíginn í sínar skipulagsáætlanir.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2301458 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsv. frá 13/12 ´23.**
|Bjarni Th. Bjarnason, ræddi starfsemi skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins og sagði frá vígslu og formlegri opnun nýrra skíðamannvirkja í Bláfjöllum og nýju snjóframleiðslukerfi.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2310064 - Tillaga að breytingu á samþykktum Garðabæjar nr. 1182/2022, viðauki IV - síðari umræða.**
|Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingum á samþykktum Garðabæjar nr. 1182/2022 ásamt viðauka IV . Um er að ræða breytingu á heiti fjölskylduráðs í velferðarráðs og viðauka um embættisafgreiðslur sviðsstjóra velferðarsviðs.
|
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu að breytingu á samþykktum Garðabæjar nr. 1182/2022 ásamt viðauka IV.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2312113 - Samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið um starfsemi Hönnunarsafns Íslands.**
|Lagður fram til afgreiðslu samningur menningar- og viðskiptaráðuneytis við Garðabæ um ráðstöfun styrktar-/rekstrarframlags vegna starfsemi Hönnunarsafn Íslands 2023 ? 2024.
|
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði nánari grein fyrir samningnum og lagði til að samningurinn verði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi bókun.
„Hlutfallslegt framlag Garðabæjar hefur aukist verulega frá stofnun safnsins. Á yfirstandandi ári nema framlög Garðabæjar til safnsins um 76 m.kr. samanborið við 20 m.kr. framlag ríkisins til rekstrar.
Í ljósi þessarar stöðu er nauðsynlegt að langvarandi viðræður við menningar- og viðskiptaráðuneytið um málefni safnsins verði endanlega leiddar til lykta á næsta ári. Sérstaklega á það við um varðveislu og geymslu menningarverðmæta úr hönnunarsögu Íslands. Huga þarf að úrræðum til að bæta húsakost safnsins þannig að hann uppfylli kröfur um trygga og örugga varðveislu menningarminja þjóðarinnar. Eðlilegt er að menningar og viðskiptaráðuneytið beri ábyrgð á úrlausn þessara mála.
Bæjarstjórn Garðabæjar leggur áherslu á að tryggja bæði varðveislu safnakosts og það blómlega starf sem nú fer fram á vegum Hönnunarsafns Íslands í Garðabæ.
Jafnframt er minnt á fyrirliggjandi yfirlýsingu ríkisins um stofnframlag vegna húsnæðis safnsins.“
Baldur Ólafur Svavarsson, tók til máls og lýsti yfir stuðningi við framlagða bókun.
Bókun bæjarstjóra samþykkt samhljóða.
Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti samning við menningar- og viðskiptaráðuneytið um starfsemi Hönnunarsafns Íslands. Samningurinn gildir til frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2312241 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2024.**
|Lögð fram til afgreiðslu gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var á stjórnarfundi 14. desember 2023.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2312196 - Tillaga að samþykkt um hækkun álagningarhlutfalls útsvars vegna breytinga á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir tillögu um hækkun álagningarhlutfalls útsvars vegna breytinga á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
|
„Bæjarstjórn samþykkir, með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15. desember 2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15. desember 2023, að samþykkja að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,71%. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að samhliða hækkun á álagningu útsvars sveitarfélaga um 0,23% komi til lækkunar á tekjuskatti ríkisins um sömu prósentu. Hækkun útsvars í Garðabæ um 0,23% felur því ekki í sér auknar álögur á íbúa.“
Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars skal tilkynnt fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrir 30. desember nk.
Tillaga um hækkun útsvars um 0,23% er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)