Kópavogsbær
Bæjarráð - 3157. fundur
Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 1.23041528 - Mánaðarskýrslur 2023 ===
Deildarstjóri hagdeildar fer yfir mánaðarskýrslur fyrir tímabilið janúar - október 2023.
Gestir
- Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 2.2002676 - Stefna fjármálasviðs ===
Lögð fram drög að stefnu fjármálasviðs til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023 og 07.12.2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 3.23111907 - Mannauðsstefna Kópavogsbæjar ===
Lögð fram drög að mannauðsstefnu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð frestaði málinu 30.11.2023 og 07.12.2023.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 4.2312880 - Beiðni bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um kynningu á fyrirhuguðum breytingum á grenndargerðum og upplýsingar um kostnað vegna sorphirðu ===
Breytingar á grenndargerðum - kynning.
Gestir
- Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:11
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 5.23121564 - Fundir bæjarstjórnar 2024 ===
Lögð fram áætlun um fundi bæjarstjórnar 2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 6.23121563 - Fundir bæjarráðs 2024 ===
Lögð fram áætlun um fundi bæjarráðs 2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 7.23111455 - Digranesheiði 31, Ana Cristina. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi ===
Frá lögfræðideild. dags. 02.01.2024, lögð fram umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II (íbúðagisting) að Digranesheiði 31, 200 Kópavogi. Gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir atvinnustarfsemi og samrýmist rekstrarleyfið því ekki skipulagi á svæðinu. Lögfræðideild leggur til við bæjarráð að veitt verði neikvæð umsögn.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 8.23111605 - Engihjalli 8, Matarhjallinn. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi ===
Frá lögfræðideild. dags. 02.01.2024, lögð fram umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir veitingarstað í flokki II að Engihjalla 8, 200 Kópavogi. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og opnunartími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015. Lögfræðideld leggur til við bæjarráð að veitt verði jákvæð umsögn.
Ýmis erindi
=== 9.2310520 - Fjárhagsáætlun heilbrigðiseftirlitsins og gjaldskrá fyrir árið 2024 ===
Frá Heilbrigðiseftirliti Garðabæjar, Hafnarfjarðar Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun 2024 og gjaldskrár fyrir árið 2024.
Ýmis erindi
=== 10.23121195 - Tillögur starfshóps um húsnæðismál Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins bs. ===
Frá SHS, dags. 18.12.2023, lagðar fram tillögur starfshóps um húsnæðismál Slökkviliðs höfuborgarsvæðisins bs. Tillögurnar hafa verið samþykktar af stjórn SGS og er vísað til umfjöllunar í aðildarsveitarfélgunum. Ekki er gert ráð fyrir að tillögurnar hafi áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélagana til næstu ára. Fjármálastjórum sveitarfélaganna verði falið að stilla upp tillögu að fjármögnun.
Fundargerðir nefnda
=== 11.2312014F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 383. fundur frá 21.12.2023 ===
Fundargerðir nefnda
=== 12.2311023F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 170. fundur frá 19.12.2023 ===
Fundargerðir nefnda
=== 13.23121551 - Fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.12.2023 ===
Fundargerð 940. fundar frá 15.12.2023
Fundargerðir nefnda
=== 14.23121456 - Fundargerð 570. fundar stjórnar SSH frá 18.12.2023 ===
Fundargerð 570. fundar frá 18.12.2023.
Fundargerðir nefnda
=== 15.23121287 - Fundargerð 490. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2023 ===
Fundargerð 490. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 20.12.2023.
Fundi slitið - kl. 10:35.