Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 1. (2102)
|
|
|
|**1. 2312223 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi tilnefningu á íslenskum ungmennafulltrúa á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins 2024, dags. 15.12.23.**
|Í bréfinu er auglýst eftir ungmennafulltrúa til þátttöku á sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins á árinu 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2312272 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi tillögur um staðsetningu og fjölgun slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.12.23.**
|Í bréfinu kemur fram að lögð hefur verið fram greinargerð starfshóps sem skipaður var af stjórn SHS til að þarfagreina og leggja til fjölda og staðsetningar slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Í greinargerðinni koma fram tillögur varðandi málið ásamt tillögu að framkvæmdaáætlun
|
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja fyrir sitt leyti að unnið verði að framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur hópsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2312273 - Erindi Hestamannafélagsins Spretts varðandi styrk vegna íþróttamóts í maí 2024, dags. 18.12.23.**
|Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar og afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2312368 - Tilkynning frá Sorpu bs. varðandi erindisbréf starfshóps um staðarvalsgreiningu í stað endurvinnslustöðvarinnar við Dalveg, dags. 22.12.23.**
|Lagt fram erindisbréf fyrir starfshóp um staðarval fyrir endurvinnslustöð í stað endurvinnslustöðvar við Dalveg í Kópavogi.
|
Stafshópinn skipa, Hjördís Ýr Johnsen, bæjarfulltrúi í Kópavogi, Björg Fenger, bæjarfulltrúi í Garðabæ og Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu bs.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2209604 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu um endanleg framlög úr jöfnunarsjóði 2023.**
|Í tilkynningunni kemur fram að innviðaráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs um endanleg framlög úr sjóðnum árið 2023.
|
Viðbótarframlag til Garðbæjar vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2023 nemur um 23,0 mkr..
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401009 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi hækkun viðmiðunarfjárhæða tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða, dags. 28.12.23.**
|Í tilkynningunni kemur fram að innviðaráðherra hefur gefið út uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2310598 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu um hækkun á framlögum vegna þjónustu við fatlað fólk áætluð tæplega 31 milljarður árið 2024, dags. 05.01.24.**
|Í tilkynningunni kemur fram að innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs um að hækka áætluð framlög sjóðsins vegna málaflokks fatlaðs fólks á árinu 2024 um 5,8 milljarða króna
|
Hækkun á áætluðu framlagi til Garðabæjar nemur 283.577 þkr.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2307150 - Tillaga um viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.**
|Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
|
"Einstaklingar með tekjur árið 2022 allt að kr. 6.680.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 5.800 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.260.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur).
Hjón og samskattaðir aðilar (elli- og örorkulífeyrisþegar):
Hjón með tekjur árið 2022 allt að kr. 8.500.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 14.000 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 9.900.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur)".
Ekki þarf að sækja um lækkunina.
Tillagan byggir á hækkun á ellilífeyris í janúar 2024.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401071 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar Lionsklúbbs Álftaness um áfengisleyfi á þorrablóti.**
|Í umsókninni er farið fram á tímabundið áfengisleyfi á þorrablóti sem halda á í Íþróttamiðstöð Álftaness laugardaginn 3. febrúar 2024.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401065 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um áfengisleyfi á þorrablóti**
|Í umsókninni er farið fram á tímabundið áfengisleyfi á þorrablóti sem halda á í íþróttahúsinu Mýrinni föstudaginn 26. janúar 2024.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401038 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2020, 27. mál., dags. 03.01.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401034 - Bréf Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins varðandi framlag til starfseminnar árið 2024, dags. 29.12.23.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2307150 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024.**
|Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2401089 - Betri Garðabær - hugmyndasöfnun og íbúakosning 2024.**
|Lögð fram verkefnalýsingu og gerð grein fyrir undirbúningi að hugmyndasöfnum verkefnisins Betri Garðabær sem mun fara fram desember og janúar. Íbúakosning er fyrirhuguð í maí. Gert er ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð 100 mkr. til verkefna sem koma til framkvæmda á árunum 2024 og 2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2401076 - Innritun í leikskóla 2024**
|Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir minnisblaði um stöðu innritunar í leikskólum Garðabæjar, dags. 5. janúar 2024.
|
Fram kom að um áramót eru á virkum biðlista 160 börn, fædd 2022 eða eldri. Þar af eru 20 með leikskólapláss í öðrum sveitarfélögum og 11 hjá dagforeldum. Stærsti aldurshópur barna á biðlista eru börn fædd á seinni hluta ársins 2022 eða 119 börn.
Bæjarráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar leikskólanefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2205212 - Drög að samningi við Skóla ehf. um rekstur leikskóla í Urriðaholti.**
|Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|