Garðabær
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 24
|
|**Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar**
|03.01.2024 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Arnar Hólm Einarsson aðalmaður, Lilja Lind Pálsdóttir varamaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2312033 - Sundlaugamenning á skrá UNESCO**
|ÍTG samþykkir að styðja við umsókn um að koma sundlaugamenningu Íslendinga á menningarminjaskrá UNESCO. Íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúa var falið að fylgja málinu eftir í samstarfi við menningarfulltrúa bæjarins með stuttum texta.
|
Fyrsta sundlaugin í Garðabæ var sett upp árið 1968 við Barnaskólann í Silfurtúni sem í dag heitir Flataskóli. Sú sundlaug var síðan færð og sett við Íþróttahúsið Ásgarð við vígslu þess árið 1974. Það var sundlaugardúkur sem var notaður fyrst á landsmóti ungmennafélaganna á Laugarvatni 1965, svo á landsmóti UMFÍ á Eiðum 1968 áður en "pokinn" var fluttur í Garðahrepp. Ný sundlaug var vígð í Ásgarði árið 1989 og hún síðan endurbætt 2019. Í dag eru tvær almenningssundlaugar í Garðabæ, í Ásgarði og á Álftanesi sem var vígð 1988 og síðan endurgerð og vígð 2008. Í Álftaneslaug er stór rennibraut og öldulaug auk pottasvæðis. Þeim til viðbótar eru tvær innisundlaugar í Mýrinni og við Sjálandsskóla sem notaðar eru til sundkennslu, vatnsleikfimi, flotmeðferðar og æfinga Í 3. áfanga Urriðaholtsskóla er gert ráð fyrir innisundlaug og pottasvæði sem verður þá sú fimmta í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2311098 - Íþróttafólk ársins 2023- Íþróttahátíð Garðabæjar jan 24**
|Í kjöri til íþróttakonu Garðabæjar voru Herdís Björg Jóhannsdóttir hestakona, Hulda Clara Gestsdóttir kylfingur, Irma Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona, Ísold Sævarsdóttir frjálsíþrótta- og körfuboltakona og Lucie Martinsdóttir kraftlyftingakona.
|
Ísold Sævarsdóttir er íþróttakona Garðabæjar 2023.
Í kjöri til íþróttakarls Garðabæjar voru Aron Snær júlíusson kylfingur, Dúi Þór Jónsson körfuboltamaður,Eggert Aron Guðmundsson knattspyrnumaður, Friðbjörn Bragi Hlynsson kraftlyftingamaður og Starri Friðriksson handknattleiksmaður.
Friðbjörn Bragi Hlynsson er íþróttakarl Garðabæjar 2023
Stuðst er við niðurstöðu úr almennri íbúakosningu sem var opin 22.desember til 1. janúar. Alls kusu 2654 um þær fimm konur og fimm karla sem voru í kjöri.
Mfl. karla UMFÁ í körfubolta er lið ársins í hópíþróttum.
Þjálfarar ársins sem verið hafa til fyrirmyndar í sínu starfi eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir knattspyrnuþjálfari fatlaðra og Vilhjálmur Halldórsson handboltþjálfari.
Heiðursviðurkenningar fyrir störf að félagsmálum hljóta Guðmundur Jónsson fyrrverandi formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar og Margrét Tómasdóttir fv. skátaforingi og stjórnarmaður í hestamannafélaginu Spretti.
Viðurkenningar hljóta fimm einstaklingar sem kepptu í fyrsta skipti fyrir A-landslið og 40 einstaklingar sem kepptu í fyrsta skipti fyrir yngri landslið á árinu 2023.
Sex einstaklingar fá viðurkenningu fyrir árangur á NM, EM eða HM.
Í framhaldi af umræðu um inngildingu kynseginfólks var ákveðið að leita upplýsinga til annarra sveitarfélaga um fyrirkomulag þeirra og sjónarmið við val á íþróttafólki ársins auk þess að hefja samtalið við frjálsu félögin í bænum. Íþróttafólk Garðabæjar árið 2024 verður útnefnt í janúar 2025
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2312419 - Afreksstyrkir 2024**
|ÍTG auglýsir fyrri úthlutun afreksstyrkja ársins 2024 til umsóknar til 1. febrúar. Seinni úthlutun er í september.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2312267 - Eden Ólafsson ktt 050708-3650- Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir að veita Eden Ólafssyni ferðastyrk að upphæð kr. 20.000,- vegna A-landsliðs DSÍ á International Championship í London 2.10.2023.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2312268 - Eden Ólafsson ktt 050708-3650 -Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir að veita Eden Ólafssyni ferðastyrk að upphæð kr. 20.000,- vegna HM í 10 dönsum í Bremen 1. júní 2023
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15.
|