Vesturbyggð
Bæjarráð - 975
= Bæjarráð #975 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. janúar 2024 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Til samráðs -Sjávarútvegsstefna og frumvarp til laga um sjávarútveg. ===
Lagt fram til umræðu tillaga til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu og frumvarp til laga um sjávarútveg.
Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar, umræðum í bæjarráði og umræðum á fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 8. janúar sl.
=== 2. Til samráðs -Frumvarp til laga um lagareldi ===
Lagt fram til umræðu frumvarp til laga um lagareldi ásamt drögum að umsögn Vesturbyggðar um frumvarpið.
Bæjarstjóra falið að senda inn umsögn í samstarfi við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps byggða á fyrri umsögnum Vesturbyggðar, umræðum í bæjarráði og umræðum á fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 8. janúar sl.
=== 3. Umræða um þjóðarsátt í tengslum við kjaraviðræður ===
Í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu stéttarfélaga innan ASÍ er stefnt að aðkomu ríkis og sveitarfélaga í svokallaðri þjóðarsátt, þar sem m.a. verður óskað eftir að þak verði sett á gjaldskrárhækknir sveitarfélaga.
Almenn hækkun á gjaldskrám Vesturbyggðar í fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er 7,5% sem tók m.a. mið af áætlaðri verðbólgu ársins 2023 og 2024, en á árinu 2023 voru almennar hækkanir á gjaldskrám 7% sem reyndist nokkuð lægra en verðbólga ársins. Til að koma til móts við barnafjölskylur var fæði í leik,- og grunnskólum ekki hækkað frá árinu 2023.
Þrátt fyrir samþykkta fjárhagsáætlun ársins 2024 lýsir bæjarráð Vesturbyggðar sig reiðubúið til að taka upp og endurskoða gjaldskrárhækkanir, verði af þjóðarsátt í tengslum við endurnýjun kjarasamninga þar sem mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum er að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hefur hart niður á sveitarfélögum, heimilum og fyrirtækjum.
== Til kynningar ==
=== 4. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023 ===
Yfirlit yfir styrkumsóknir og veitta styrki menningar- og ferðamálaráðs árið 2023 lagt fram til kynningar.
=== 5. Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis 2023 ===
Lögð fram til kynningar 145. fundargerð Heilbrigðisnefndar með haldinn var 14. desember sl. ásamt gjaldskrá 2024 og fylgiskjölum.
=== 6. Til samráðs - Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar ===
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá umhverfis-, orku-og loftlagsráðuneytinu dags. 22. desember sl. með ósk um umsögn um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar.
=== 7. Til samráðs - Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits). ===
Lagður fram tölvupóstur frá matvælaráðuneytinu dags. 22. desember sl. með ósk um umsögn um áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum um opinberar stofnanir (framkvæmd stjórnsýslu og eftirlits).
=== 8. Mál nr. 27 um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101-2010 (málsmeðferð og skilyrði), ===
Lagður fram tölvupóstur frá velferðarnefnd Alþingis dags. 3. janúar sl. með ósk um umsögn um frumvarp itl laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010(málsmeðferð og skilyrði).
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15**