Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 1
|
|**Skipulagsnefnd Garðabæjar**
|11.01.2024 kl. 08:00 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Lúðvík Örn Steinarsson aðalmaður, Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
|
||Formaður fór þess á leit að einu máli væri bætt við útsenda dagskrá fundar sem er fundarliður nr.10. Skipulagsnefnd féllst á það.
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2306463 - Vetrarmýri - Deiliskipulagsbreyting**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar að lokinni auglýsingu ásamt þeim umsögnum sem borist hafa.
|
Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðum innan deiliskipulagssvæðis Vetrarmýrar fjölgi úr 664 íbúðum í 795 íbúðir.
Bifreiðageymslur sem áður áttu að vera í tveimur sjálfstæðum byggingum meðfram Reykjanesbraut (nr.9) verða byggðar sem kjallarar undir tveimur skrifstofubyggingum sem verði 5 hæðir. Byggingarreitur fyrir hús nr. 1 við Vetrarbraut skiptist í tvennt og verður nr.1-3.
Auk þess gerir tillagan ráð fyrir því að atvinnusvæði minnki úr 36.461 m² í 29.558 m².
Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
Skipulagsnefnd leggur til að brugðist verði við umsögn Heilbrigðiseftirlitsins þannig að ákvæði bætist við um varaaflstöð fyrir dæluhús og um öryggisloka fyrir settjörn til að bæta mengunarvarnir.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar með ofangreindri breytingu í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2208311 - Búðir, athafnasvæði, endurskoðað deiliskipulag.**
|Skipulagsstjóri gerði grein fyrir tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum sem nær til Iðnbúðar, Smiðsbúðar og Gilsbúðar.
|
Deiliskipulaginu er ætlað að uppfæra þær áætlanir sem hafa verið grundvöllur uppbyggingar og þróunar svæðisins til þessa.
Helstu breytingar eru þær að deiliskipulagið nær nú einnig til Gilsbúðar sem fram til þessa hefur verið hluti af deiliskipulagi Bæjargils.
Hámarksnýtingarhlutfall breytist úr 0,4 í 0,5 til samræmis við ýmsar breytingar sem hafa verið gerðar á einstaka lóðum frá því að deiliskipulagið tók gildi. Ákvæði um fjölda bílastæða miðast nú við þá nýtingu sem áætluð er á viðkomandi lóð.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skal hún forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Bæjargils 1.áfanga og Bæjargils 2.áfanga (Hæðahverfis)
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2208310 - Bæjargil, endurskoðað deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi sem nær til íbúðarbyggðar í Bæjargili.
|
Þar sem að deiliskipulagið var samþykkt árið 1984 þá telst það ekki í gildi þar sem að fyrsta staðfesta aðalskipulag Garðabæjar hafið þá ekki tekið gildi en það gerist árið 1987.
Samkvæmt tillögunni hefur athafnasvæði við Gilsbúð verið skilið frá deiliskipulagi Bæjargils og verður nú hluti af deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð).
Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinum grundvallar breytingum á því deiliskipulagi sem stuðst hefur verið við til þessa. Framsetning tillögunnar er með skýrari hætti og í samræmi við þær kröfur sem núgildandi skipulagslög gera ráð fyrir. Gert verður ráð fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu og ná til einstakra lóða.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skal hún forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Bæjargils 2.áfanga (Hæðahverfis) og deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2311113 - Hæðir, endurskoðað deiliskipulag.**
|Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi sem nær til íbúðarbyggðar í Hæðarhverfi. Tillögunni er ætlað að leysa af það deiliskipulag sem nú er í gildi og nefnist Bæjargil 2.áfangi.
|
Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinum grundvallar breytingum á gildandi deiliskipulagi sem stuðst hefur verið við til þessa. Framsetning tillögunnar er með skýrari hætti og í samræmi við þær kröfur sem núgildandi skipulagslög gera ráð fyrir. Gert verður ráð fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á deiliskipulaginu og ná til einstakra lóða.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.gr.skipulagslaga nr.123/2010. Skal hún forkynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Bæjargils og deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2311326 - Kjóavellir - Dsk.br Andvara- og Rjúpnahlíðarhverfi**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipuags Kjóavalla.
|
Deiliskipulagsbreytingin felst í breikkun byggingarreita úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandihesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í
Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar.
Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2a-8a, haldast óbreyttir.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2305173 - Keldugata 5 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags að lokinni grenndarkynningu.
|
Athugasemdir hafa borist og þær lagðar fram.
Vísað til úrvinnslu hjá Umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2312388 - Skerpluholt 7 - Breyting bílastæði - -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Löfð fram fyrirspurn um útfærslu bílastæða á einbýlishúsalóðinni að Skerpluholti 7.
|
Skipulagsnefnd metur tillögu að tilfærslu bílastæðis sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Skerpluholti 4,5,6, 8 og 9 sem og Vorbraut 12 og 14.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2303188 - Sjáland Pikkolo - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Frestað til næsta fundar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2306192 - Græni stígurinn - frumgreining til umsagnar**
|Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi þróun á hugmyndum um legur Græna stígsins innan Garðabæjar og stöðu þeirra hugmynda í skipulagsáætlunum. Málinu vísað til mótunar vinnu við endurskoðun 4.kafla Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2311304 - Útholt 14 bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem nær til einbýlishúsalóðarinnar Útholt 14 að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.
|
Tillagan skoðast því samþykkt sem óveruleg breyting deiliskipulags Hnoðraholts norður.
Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2312336 - Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2311618 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - Miðsvæði M7 - Hamarshöfn H6**
|Skipulagsstjóri gerði grein fyrir umsögn sinni um tillögu að verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytingar á aðalskipulagi Hafnafjarðar sem nær til landnotkunarreita við Hafnarfjarðarhöfn. Ekki var gerð athugasemd við tillöguna og tekur skipulagsnefnd undir þá umsögn.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2312027F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 15**
|Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram.
|
|
|
|2312261 - Framkvæmdarheimild - hitastigulsholur úti á Álftanesi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2311622 - Móaflöt 6 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2310445 - Haukanes 22 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2211541 - Dýjagata 7 - breyting á deiliskipulagi - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2311618 - Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 - Miðsvæði M7 - Hamarshöfn H6
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|