Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 2. (2103)
|16.01.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2312195 - Ráðning í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs.**
|Á fundinn mætti Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og gerði grein fyrir úrvinnslu umsókna um starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs. Fram kom að alls bárust 43 umsóknir um starfið en 3 umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka. Farið var yfir allar umsóknir og lagt mat á umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem tilgreindar voru í auglýsingu. Ellefu umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og fjórir af þeim voru boðaðir í annað viðtal þar sem þeir kynntu verkefni sem fyrir þá var lagt og sátu fyrir svörum í framhaldi.
|
Ráðning í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs verður á dagskrá bæjarstjórnar fimmtudaginn 18. janúar 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2401227 - Þorraholt 2 - 4 - umsókn um leyfi til jarðvegsframkvæmda.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Heklu fasteignum ehf., kt. 631202-3060 ehf., leyfi til jarðvegsframkvæmda og landmótunar á lóðinni að Þorraholti 2-4 enda séu allar framkvæmdir á lóð samkvæmt deiliskipulagi og afturkræfar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2208311 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum. (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð).**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð). Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Bæjargils og Hæðahverfis.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2208310 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Bæjargil.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Bæjargil. Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi athafnasvæði í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð) og Hæðahverfis.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2311113 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hæðarhverfis.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Hæðahverfi. Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi athafnasvæði í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð) og Bæjargili.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2311304 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Útholt 14.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Útholt 14, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var grenndarkynnt og bárust engar athugasemdir.
|
Samþykkt tillaga um deiliskipulagsbreytingu skal send Skipulagsstofnun og auglýsing birt í B-deild Stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2306463 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar vegna lóða við Vetrarbraut.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar vegna lóða við Vetrarbraut sem felur m.a. í sér fjölgun íbúða, breytingu á byggingarreitum og breytingum á húsnúmerum. Tillagan var auglýst og bárust engar athugasemdir. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2311326 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla um breikkun á byggingarreitum.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæði við Kjóavelli. Tillagan felur í sér breikkun á byggingarreitum úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandi hesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar. Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2a-8a, haldast óbreyttir.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2311325 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar - 2024**
|Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024 (2024-2033)
|
Áætlunin byggir á almennum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og upplýsingum frá Garðabæ sem færðar hafa verið í starfrænt áætlunarkerfi HMS.
Bæjarstjóri fór yfir helstu forsendur, lykiltölur og áætlun um íbúðaþörf til tíu ára.
Málið verður á dagskrá á næsta fundar bæjarráðs þegar fyrir liggur endanleg áætlun eftir yfirferð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401162 - Bréf innviðaráðuneytisins varðandi niðurstöðu dóms í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, dags. 09.01.24**
|Í bréfinu er greint frá viðbrögðum ráðuneytisins vegna niðurstöðu héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem ríkinu var gert að greiða Reykjavíkurborg 3,3 milljarða með vöxtum og dráttarvöxtum. Fram kemur í bréfinu að málinu verður áfrýjað og standi niðurstaðan óbreytt mun hún hafa áhrif til lækkunar á framlögum til allra sveitarfélaga á næstu árum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2209037 - Staða fráveitumála og staða viðræðna við Hafnarfjörð um samning um móttöku skólps frá Urriðaholti, Kauptúni og Molduhrauni.**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir minnisblaði um stöðu fráveitumála og stöðu viðræðna við fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar um fráveitumál.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401197 - Úthlutun lóðar fyrir veitingahús við Breiðumýri 2 á Álftanesi**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir drögum að úthlutunarskilmálum lóðar fyrir veitingahús við Breiðumýri 2 á Álftanesi og tillögu um að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóð við Breiðumýri 2 á Álftanesi.
|
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóri að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóð við Breiðumýri 2 á Álftanesi. Í auglýsingunni skal koma fram lóðarverð vegna byggingarréttar- og gatnagerðargjalds
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2312010 - Svör við fyrirspurn Garðabæjarlistans um uppbyggingu á Álftanesi.**
|Lagt fram minnisblað sem svar við fyrirspurn.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15.
|