Akraneskaupstaður
Velferðar- og mannréttindaráð 217. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Velferðar- og mannréttindaráð =
Dagskrá
=== 1.Stefnumótun Akraneskaupstaðar ===
2209259
Stefnumótun Akraneskaupstaðar var samþykkt í bæjarráði þann 11. janúar sl. og vísað til málsmeðferðar hjá fagráðum og nefndum og gert ráð fyrir að málið komi til endanlegrar málsmeðferðar í bæjarstjórn Akraness.
=== 2.Jöfnunarsjóður - framlög jöfnunarsjóðs málefni fatlaðra 2023 ===
2305115
Yfirlit yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk liggur fyrir sem og áætlun fyrir framlög árið 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Fundargerðir 2023 - öldungaráð ===
2301022
19. fundargerð öldungaráðs frá 1. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Ráðið felur sviðsstjóra að koma á framfæri tillögu ráðsins um að ávarpa beint barnvænt samfélag í markmiðum stefnunnar.