Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Íþróttamannvirki ===
1901070
Minnisblað frá deildarstjóra umhverfismála varðandi uppbyggingu á gervigras velli, ásamt samanburði á frumjarðkönnun íþróttavallanna í Garði og Sandgerði með kostnaðarmati og samantekt um samanburði á valkostum. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Lagt fram, bæjarráð óskar eftir því að fá formenn íþróttafélagana á fund til frekari umfjöllunnar um málið.
Lagt fram, bæjarráð óskar eftir því að fá formenn íþróttafélagana á fund til frekari umfjöllunnar um málið.
=== 2.Kostnaður og tekjur í úrgangsstjórnun - þátttaka í verkefni ===
2401011
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þátttöku Suðurnesjabæjar í kostnaðarmatsverkefni vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í verkefninu.
=== 3.Mennta- og barnamálaráðuneytið - samningur um fylgdarlaus börn ===
2401007
Samstarfssamningur milli mennta-og barnamálaráðuneytisins og Suðurnesjabæjar um málefni fylgdarlausra barna.
Afgreiðsla:
Lagt fram, bæjarráð samþykkir að staðfesta samninginn og lýsir yfir ánægju sinni með hann.
Lagt fram, bæjarráð samþykkir að staðfesta samninginn og lýsir yfir ánægju sinni með hann.
=== 4.Stýrihópur um sértækt búsetuúrræði fyrir fatlað fólk ===
2401023
Minnisblað frá sviðsstjóra velferðarsviðs með eftirfarandi tillögu frá fjölskyldu-og velferðarráði: Þess er farið á leit við bæjarstjórn að stofnaður verði stýrihópur sem rýnir þörf fyrir þjónustu og sértæka búsetu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018 og leggi fram tillögu um uppbyggingu á þjónustu í sveitarfélögunum.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að skipaður verði stýrihópur um verkefnið, samkvæmt tillögu fjölskyldu-og velferðarráðs. Bæjarstjóra falið að skipa í stýrihópinn skv. umræðu á bæjarráðsfundi.
Samþykkt samhljóða að skipaður verði stýrihópur um verkefnið, samkvæmt tillögu fjölskyldu-og velferðarráðs. Bæjarstjóra falið að skipa í stýrihópinn skv. umræðu á bæjarráðsfundi.
=== 5.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál-ósk um fund ===
2309116
Erindi frá Sveitarfélaginu Vogum, boð um samstarf um öflun upplýsinga til að kanna grundvöll viðræðna um sameiningu sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi um öflun upplýsinga og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær taki þátt í samstarfi um öflun upplýsinga og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
=== 6.Fjárhagsáætlun 2023 - viðaukar ===
2304031
Viðauki 7. vegna tölvukaupa.
Afgreiðsla:
Viðauki 7 samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Viðauki 7 samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
=== 7.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga-endurskoðun 2023 ===
2303098
Erindi frá innviðaráðherra dags. 09.01.2024 varðandi frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Í erindinu kemur m.a. fram að heildarendurskoðun á lagaumgjörð og úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði frestað vegna málaferla Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 8.Starfsnámsskólar ===
2401019
Bókun stjórnar SSS dags. 10.01.2024 um málefni framhaldsskóla á Suðurnesjum, viðbygging verkmenntaaðstöðu við Fjölbrautarskóla Suðurnesja.
Afgreiðsla:
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS um að vinna þurfi frekari greiningu á kostnaði og öðrum þáttum áður en afstaða er tekin til málsins.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS um að vinna þurfi frekari greiningu á kostnaði og öðrum þáttum áður en afstaða er tekin til málsins.
=== 9.XXXIX. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga ===
2401017
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með boðun á Landsþing sveitarfélaga þann 14. mars 2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 10.Fundarboð - hluthafafundur Keilis miðstöðvar fræða, vísinda og atvinnulífs ===
2401030
Boð á hluthafafund í Keili 24.janúar 2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt að bæjarstjóri sæki hluthafafund Keilis í umboði Suðurnesjabæjar.
Samþykkt að bæjarstjóri sæki hluthafafund Keilis í umboði Suðurnesjabæjar.
Fundi slitið - kl. 17:26.
Suðurnesjabær sendir hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er erfitt fyrir alla íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögð sem aldrei fyrr. Hugur okkar er hjá íbúum Grindavíkur og við heitum því að standa með og veita grindvíkingum alla þá aðstoð sem möguleg er við þessar erfiðu aðstæður. Suðurnesjabær þakkar almannavörnum og öllum viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins.