Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 1. (934)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**1. (934). fundur**
|
|
|18.01.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 21. desember 2023 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2312195 - Ráðning í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs.**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri gerði grein fyrir umsóknum um starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs og lagði fram tillögu um að ráða Ágúst Þór Guðmundsson í starf sviðsstjóra.
|
„Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu bæjarstjóra að ráða Ágúst Þór Guðmundsson í starf sviðsstjóra þjónustu- og þróunarsviðs. Ágúst Þór er með MBA frá Háskóla Íslands, M.Sc. í fjarskiptaverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet og B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands.
Ágúst hefur umfangsmikla stjórnunarreynslu á sviði upplýsingatækni en undanfarin sjö ár hefur hann gegnt stjórnunarstöðum hjá Advania. Þar af undanfarin fjögur ár gegnt stöðu deildarstjóra fjármála og vinnumarkaðar þar sem hann hefur tekið virkan þátt í stafrænni umbreytingu ríkisins og borið ábyrgð á verkefnastjórnun þvert á Advania og samstarfsaðila ásamt högun upplýsingatæknikerfa. Áður gegndi hann stöðu forstöðumanns ferla og innri upplýsingakerfa í tvö ár og bar einnig ábyrgð á tæknilega hlutanum í stafrænni vegferð Advania og tók að auki þátt í innleiðingum á nýjum stöðluðum þjónustuferlum og þjónustutólum. Þar áður gegndi hann stöðu deildarstjóra skýjalausna. Ágúst starfaði hjá Símanum í 23 ár við hin ýmsu störf á sviði upplýsingatækni. Meðal annars sem deildarstjóri hugbúnaðarþróunar í sjö ár þar sem hann leiddi stærstu hugbúnaðardeild Símans. Áður gegndi hann m.a. stöðu hópstjóra samþættingarhóps og forritara hjá Símanum.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2401001F - Fundargerð bæjarráðs frá 9/1 ´24. **
|Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 13. tl., úrskurð kærunefndar jafnréttismála í máli A gegn Garðabæ.
|
Margrét Bjarndóttir, ræddi 16. tl., stöðu innritunar í leikskóla 2024.
Almar Guðmundsson, ræddi 13. tl., úrskurð kærunefndar jafnréttismála í máli A gegn Garðabæ.
Fundargerðin sem er 17 tl., er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála.
|
|
|2312272 - Bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins varðandi tillögur um staðsetningu og fjölgun slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18.12.23.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur í greinargerð starfshóps sem skipaður var af stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til að þarfagreina og leggja til fjölda og staðsetningar slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu. (Mál nr. 2312272)
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2401017F - Fundargerð bæjarráðs frá 16/1 ´24. **
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 9. tl., húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024 og 13. tl., svör við fyrirspurn Garðabæjarlistans um uppbyggingu á Álftanesi.
|
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 9. tl., húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024 og 11. tl., stöðu fráveitumála og stöðu viðræðna við Hafnarfjörð um samning um móttöku skólps frá Urriðaholti, Kauptúni og Molduhrauni.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 10. tl., bréf innviðaráðuneytisins varðandi niðurstöðu dóms í máli Reykjavíkurborgar gegn íslenska ríkinu vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Almar Guðmundsson, ræddi 9. tl., húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024, 11. tl., stöðu fráveitumála og stöðu viðræðna við Hafnarfjörð um samning um móttöku skólps frá Urriðaholti, Kauptúni og Molduhrauni, 13. tl., svör við fyrirspurn Garðabæjarlistans um uppbyggingu á Álftanesi og 12. tl., úthlutun lóðar fyrir veitingahús við Breiðumýri á Álftanesi.
|
|
|2208311 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum. (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð).
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir athafnasvæði í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð). Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi Bæjargils og Hæðahverfis. (Mál nr. 2208311)
|
|
|
|
|2208310 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Bæjargil.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Bæjargil. Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð) og Hæðahverfis. (Mál nr. 2208310)
|
|
|
|
|2311113 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hæðarhverfis.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að kynna samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Hæðahverfi. Tillagan skal kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
|
Tillagan skal kynnt samhliða tillögu að deiliskipulagi athafnasvæðis í Búðum (Iðnbúð, Smiðsbúð og Gilsbúð) og Bæjargili. (Mál nr. 2311113)
|
|
|
|
|2311326 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kjóavalla um breikkun á byggingarreitum.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi hesthúsasvæðis við Kjóavelli. Tillagan felur í sér breikkun á byggingarreitum úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandi hesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar. Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2a-8a, haldast óbreyttir. (Mál nr. 2311326)
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2312038F - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 3/1 ´24. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 1. tl., sundlaugamenningu á skrá UNESCO og 2. tl., íþróttahátíð Garðabæjar. Hrannar Bragi óskaði Ísold Sævarsdóttur, frjálsíþrótta- og körfuboltakonu og Friðbirni Braga Hlynssyni, kraftlyftingarmanni til hamingju með kjör þeirra sem íþróttakonu og íþróttakarls Garðabæjar. Hrannar Bragi færði einnig öllum öðrum sem fengu viðurkenningu á hátíðinn hamingjuóskir. Þá vakti Hrannar Bragi athygli á umsóknarfresti vegna afreksstyrkja, sbr. 3. tl. fundargerðarinnar.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2312005F - Fundargerð leikskólanefndar frá 6/12 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401007F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11/1 ´24. **
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2312036F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 10/1 ´24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla árið 2023.
|
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla árið 2023.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023 og 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla árið 2023.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023 og 3. tl., þróunarsjóð grunnskóla árið 2023.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023.
Guðfinnur Sigurvinsson, ræddi almennt um starfsemi grunnskólans.
Björg Fenger, ræddi 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi að nýju 1. tl., íslensku æskulýðsrannsóknina í grunnskólum árið 2023.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2311038F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 30/11 ´23.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2303053 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 20/12 ´23.**
|Guðfinnur Sigurvinsson, kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir ástæðum forfalla á fundum stjórnar Sorpu bs.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 9/1 ´24.**
|Guðfinnur Sigurvinsson ræddi 5. tl., aðgengi að bréfpokum undir matarleifar.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2301453 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15/12 ´23. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson, ræddi 2. tl., niðurstöðu vagnakaupaútboðs, 3. tl. vagnakaup á árinu 2024, 4. tl., stöðu á Klapp appinu og 7. tl., tölfræðiupplýsingar um stundvísi, fjölda innstiga notkun á rafvögnum o.fl.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12/1 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason, ræddi 5. tl., ferðavenjukönnun sem framkvæmd var í október ? nóvember 2022.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2301318 - Fundargerð stjórnar SSH frá 18/12 ´23.**
|Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., stöðu uppfærslu samgöngusáttmálans.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 8/1 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2302122 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14/12 ´23. **
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2205212 - Samningur um rekstur leikskóla í Urriðaholti.**
|Lagður fram til afgreiðslu samningur Garðabæjar og Skóla ehf. um starfsemi leikskóla við Kauptún og Holtsveg 20.
|
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samning við Skóla ehf. um starfsemi leikskóla.
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2307150 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ.**
|Lögð fram gjaldskrá stuðningsþjónustu í Garðabæ. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2307150 - Gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ.**
|Lögð fram gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ. Gjaldskráin fylgdi fundarboði og er vistuð í fundargátt.
|
Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2307150 - Gjaldskrá leikskóla - frestun á gildistíma.**
|Lögð fram tillaga um frestun á gildistöku nýrrar gjaldskrár leikskóla til 1. mars 2024.
|
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um frestun á gildistöku nýrrar gjaldskrár leikskóla og tekur ný gjaldskrá gildi 1. mars 2024.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)