Hvalfjarðarsveit
Fræðslunefnd 54. fundur
= Fræðslunefnd =
Dagskrá
Guðlaug Ásmundsdóttir boðar forföll.
=== 1.Erindi til fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar ===
2401003
Erindi frá skólastjórn Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Fræðslunefnd samþykkir beiðni skólastjórnar Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar að ráða í 100% stöðu stoðþjónustuaðila út skólaárið 2023-2024.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
=== 2.Erindi frá nemanda í Heiðarskóla ===
2401037
Erindi frá nemanda í Heiðarskóla.
Fræðslunefnd þakkar bréfritara fyrir innsent erindi og frístunda- og menningarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar falið að svara erindinu.
=== 3.Trúnaðarmál fræðslunefndar ===
2108003
Málsnr. 2201002.
Fært í trúnaðarbók.
=== 4.Trúnaðarmál fræðslunefndar ===
2108003
Málsnr. 2210055.
Fært í trúnaðarbók.
=== 5.Erindi til fræðslunefndar 16. jan ===
2401042
Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Skólastjóri leggur fram aukna kennslustundaúthlutun vegna fjölgunar nemenda í Heiðarskóla á vorönn 2024.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina með frekari útfærslu á kennslustundaúthlutuninni. Nefndin vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir beiðnina með frekari útfærslu á kennslustundaúthlutuninni. Nefndin vísar afgreiðslu til sveitarstjórnar.
=== 6.Beiðni um viðauka - erindi til fræðslunefnd ===
2401041
Beiðni um viðauka.
Erindinu er hafnað.
=== 7.Jafnréttisáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar ===
2401040
Jafnréttisáætlun nóv. 2023-okt. 2026.
Lagt fram til kynningar.
=== 8.Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla vor 2023 ===
2401039
Sjálfsmatsskýrsla Heiðarskóla.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Húsnæðisáætlun Hvalfjarðarsveitar. ===
2201029
Húsnæðisáætlun til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Kynja- og jafnréttissjónarmið við breytingar á fyrirkomulagi leikskóla. ===
2311025
Erindi frá Jafnréttisstofu.
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Tilnefning til Orðsporsins 2024- hvatningarverðlaun leikskólans ===
2401025
Óskað er eftir tilnefningu til Orðsporsins 2024, hvatningarverðlauna leikskólans.
Lagt fram til kynningar.
=== 12.Fréttabréf umboðsmanns barna ===
2312022
Notkun farsíma í skólum. Niðurstöður könnunar sem Umboðsmaður barna lét framkvæma meðal allra grunnskóla í landinu.
Lagt fram til kynningar.
=== 13.Umsögn um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra, 402. mál. ===
2311043
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 19:30.