Dalabyggð
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 44
|Bjarnheiður Jóhannsdóttir situr dagskrárlið 1 sem gestur fyrir hönd Eiríksstaða.|
**1. 2301015 - Eiríksstaðir 2023**
|Nefndin þakkar Bjarnheiði fyrir yfirferðina á starfsárinu 2023 og áætlanir fyrir 2024.|
**2. 2401016 - Almennt um vinnu verktaka 2024**
|Nefndin þakkar þeim sem sáu sér fært að mæta á fundinn og góðar spurningar og umræður. |
Nefndin tekur fram að samræma þarf hvort skila eigi inn taxta með eða án vsk, þ.e. ekki er samræmi milli leiðbeininga og eyðublaðs.
Umræður um hvort birta eigi niðurstöður minni verðkannana líkt og þegar um niðurstöður útboða er að ræða, þ.e. að þeir sem senda inn verð fái upplýsingar um niðurstöðu.
Umræður hvernig Dalabyggð tekur á "frávikstilboðum" þegar gerðar eru verðkannanir.
Umræður um nýtingu Ríkiskaupa-samninga fyrir stærri verkefni á vegum Dalabyggðar t.d. innkaup og flutning.
Nefndin vonar að í framhaldi af kynningu á framkvæmdaáætlun verði hægt að undirbúa verkefni ársins þannig að aðföng og undirbúningur sé tilbúið þegar að viðeigandi/ákveðnum verktíma kemur.
[Vinnureglur um vinnu verktaka 2024_jan24..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=hZn1f5VaqUm7RPeNYvzn9g&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
[Yfirlýsing um áhuga á vinnu verktaka_jan24.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=KXp2Iwcz1kOFKVAQlpUwxg&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
**3. 2212003 - Mælingar á farsímasamböndum í Dalabyggð**
|Lagt til að fá Þorstein Gunnlaugsson á fund nefndarinnar til að fara yfir þá þætti er snúa sérstakleg að Dalabyggð.|
[Lokautgafa-SSV-Fjarskiptauttekt-2.4.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=odRSJHBlEkKnnjy1JgZztg&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
**4. 2401027 - Nýsköpunarsetur Dalabyggðar 2024**
|Gjaldskrá lögð fram til afgreiðslu.|
Lagt til að gjaldskráin sé samþykkt.
Rætt um dagskránna í Nýsköpunarsetrinu fram á vor. Viðburðir eru skipulagðir ca. aðra hverja viku og verða auglýstir með fyrirvara á miðlum Dalabyggðar.
[Gjaldskrá Nýsköpunarseturs Dalabyggðar 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=AkC5e8bPS0i2FPj5Vfub3w&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
**5. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023**
|Umræður um að endurskoða áherslur á ferðablöð og taka frekar inn samfélagsmiðla og kostaðar auglýsingar.|
[Kynningarstarfsemi_2023-24_uppgjor.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=qWXNSCNn_02VQjYIEoVd_w&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
**6. 2208004 - Vegamál**
|Lagt fram til kynningar.|
[Þekkir þú útsýnið (1).pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wyVwctGnYEaO28p0GLCoog&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
**7. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024**
|Lagt fram til kynningar.|
[november-2023-skyrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=9HgAqgaGeUSL8_rvwpM02Q&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)
[desember-2023-skyrsla.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=XHKQctrnvEmtPU4iF95EBA&meetingid=2Pxhdi33REmVCh3TSkf27Q1)