Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 3. (2104)
|23.01.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2401279 - Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun XXXIX landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 10.01.24.**
|Í bréfinu er boðað til XXXIX landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga fimmtudaginn 14. mars 2024 sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu og hefst kl. 10:00.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2312388 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Skerpluholt 7.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts er varðar lóðina við Skerpluholt 7, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu á bílastæðum innan lóðar. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum við Skerpluholt 4, 5, 6, og 7 og við Vorbraut 12 og 14.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2305174 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deilskiipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Mávanes 22.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness er varðar lóðina við Mávanes 22, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit lóðar. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum við Mávanes 19, 20, 21, 23, 24, 25 og við Blikanes 29 og 31.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2401330 - Bréf Garðasóknar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda árið 2024, dags. 17.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Garðasókn styrk að fjárhæð kr. 1.090.063 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2401342 - Bréf Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna varðandi sölu lóðar við Gesthúsavör 6, dags. 18.01.24.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401347 - Bréf innviðaráðuneytisins varðandi innheimtu innviðagjalda, dags. 18.01.24.**
|Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um innheimtu innviðagjalda/byggingarréttargjalda í tengslum við skipulagsmál og lóðaúthlutanir.
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að veita ráðuneytinu umbeðnar upplýsingar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2312411 - Skrá yfir þau störf sem heimild til verkfalls nær ekki til 2024 samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.**
|Bæjarráð samþykkir lista yfir störf sem falla undir undanþáguheimild vegna töku verkfalls samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401346 - Samningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um þjónustu Samhjálpar við heimilislausa einstaklinga.**
|Lagður fram til kynningar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401363 - Bréf UMF-Stjörnunnar varðandi leyfi til nefna Mýrina heiti styrktaraðila, dags. 19.01.24.**
|Í bréfinu kemur fram beiðni um að nefna íþróttahúsið Mýrina heiti bílaumboðsins Heklu sem er styrktaraðili handknattleiksdeildar Stjörnunnar.
|
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra útfærslu málsins í samráði við fulltrúa Stjörnunnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|