Kópavogsbær
Bæjarráð - 3160. fundur
Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 1.2310520 - Sameining heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, við heilbrigðiseftirlit Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. ===
Umræður um hagræðingu af sameiningu heilbrigðiseftirlits Garðabæjar,Hafnarfjarðar, Kópavogs, við heilbrigðiseftirlit Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Gestir
- Svanur Karl Grjetarsson fulltrúi Kópavogsbæjar í HEF - mæting: 08:15
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 2.23111165 - Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar ===
Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram. Bæjarráð frestaði erindinu 11.01.2024 og 18.01.2024.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 08:50
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 3.24011223 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna ===
Frá bæjarstjóra, lögð fram uppfærð drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna.Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 18.01.2024.
Gestir
- Auður D. Kristinsdóttitr skipulagsfulltrúi - mæting: 09:22
- Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:22
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 4.24011155 - Húsnæðisáætlun 2024 ===
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 5.2212312 - Skrá yfir störf sem eru undanþegin verkfallsheimild ===
Frá mannauðsdeild, dags. 23.01.2023, lagðar fram skrár yfir þau störf sem eru undanþegin verkfallsheimild annars vegar samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 94/1986, og hins vegar samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur.
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
=== 6.23121552 - Álfkonuhvarf 49, Höfði Horizon ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi ===
Frá lögfræðideild, dags.23.01.2024, lögð fram umsögn um umsókn Höfða Horizon ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Álfkonuhvafi 49.
Fundargerðir nefnda
=== 7.2401017F - Leikskólanefnd - 160. fundur frá 18.01.2024 ===
Fundargerð í sex liðum.
-
7.4
2212549
Skemmtilegri leikskólalóðir
Niðurstaða Leikskólanefnd - 160
Leikskólanefnd samþykkir tillögu að forgangsröðun um endurbætur leikskólalóða á árinu 2024 fyrir sitt leyti og vísar tillögunni áfram til samþykktar bæjarráðs.
Niðurstaða
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að endurbótum leikskólalóða fyrir árið 2024.
Fundargerðir nefnda
=== 8.2401012F - Ungmennaráð - 43. fundur frá 22.01.2024 ===
Fundagerð í tveimur liðum.
Fundargerðir nefnda
=== 9.24011342 - Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024 ===
Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024.
Fundargerðir nefnda
=== 10.24011421 - Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024 ===
Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024.
Fundargerðir nefnda
=== 11.24011609 - Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024 ===
Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024.
Fundi slitið - kl. 11:35.