Vesturbyggð
Ungmennaráð Vesturbyggðar - 7
= Ungmennaráð Vesturbyggðar #7 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. janúar 2024 og hófst hann kl. 16:30
====== Nefndarmenn ======
====== Starfsmenn ======
- Hafdís Helga Bjarnadóttir () frístundafulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Hafdís Helga Bjarnadóttir Tómstundafulltrúi
== Almenn erindi ==
=== 1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022 ===
Kosning fyrir formann Ungmennaráðs til 31. júlí 2024.
Hildur Ása og Bryndís Hekla buðu sig báðar fram sem formann og var Bryndís Hekla kosinn sem formaður Ungmennaráðs Vesturbyggðar.
=== 2. Ungmennaráð Vesturbyggðar ===
Tómstundafulltrúi fer yfir núgildandi reglur Ungmennaráðs Vesturbyggðar.
Tómstundafulltrúi fór yfir reglur Ungmennráðs Vesturbyggðar.
=== 3. Vinnuskóli ===
Vinnuskóli 2024: Hugmyndir varðandi fyrirkomulag vinnuskólans.
Vinna í samstarfi við leikskólanum og skipta eftir vikum þannig að allir fái að prófa.
Vera með námskeið, til dæmis íþróttanámskeið - Bæði fyrir þá sem eru í vinnuskólanum og sem vinnuskólinn gæti séð um.
Samstarf við fyrirtækin, t.d. starfsnám á vinnustöðunum sjálfum fyrir þá sem eru í vinnuskólanum, þ.e. verklegt.
=== 4. Ungmennaþing ===
Ungmennaþing á sunnanverðum Vestfjörðum vorið 2024.
Allir fulltrúar tóku vel í hugmynd Tómstundafulltrúa um að halda ungmennaþing fyrir ungmenni á aldrinum 13-25 ára á sunnanverðum Vestfjörðum og fólu Tómstundafulltrúa að vinna það áfram. Tómstundafulltrúi mun síðan ræða stöðuna á næsta fundi.
== Til kynningar ==
=== 5. Ungmennaráð Vesturbyggðar ===
Tómstundafulltrúi segir frá Landsþingi Samfés fyrir 16+.
Tekið fyrir. Tómstundafulltrúi mun senda fulltrúum Ungmennaráðs nánari upplýsingar um viðburðinn þegar hann hefur fengið þær í hendurnar.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:19**