Kópavogsbær
Skipulagsráð - 157. fundur
Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Eitt bílastæði eru á lóðinni en fjölgar um eitt og verða því tvö. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti grunnmyndar 1. hæðar sem sýnir útfærslu bílastæðamála dags. 16. janúar 2024 og svo umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
Á fundi skipulagsráðs þann 2.október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 12. desember 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var afgreiðslu frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.