Fjarðabyggð
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 1
**1. 2312053 - Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar**
|Framlagt erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar til kynningar fyrir nefndina.|
[Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ixa5Enqn4EqepCgPvfXEkQ&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar Fjarðabyggðar.pdf)
**2. 2401155 - Gilsbakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Eyþórs Halldórsson, dagsett 19. janúar 2024, þar sem sótt er um leyfi til að byggja bílskúr á lóðinni við Gilsbakka 10 á Norðfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráform og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.|
**3. 2401159 - Þinghólsvegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn Svans Þórs Brandsonar f.h. eiganda um byggingaráform og byggingarleyfi, dagsett 19. janúar 2024, þar sem sótt er um leyfi til viðbyggingar við Þinghólsveg 5 á Mjóafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að grendarkynna byggingaráform fyrir íbúum að Þinghólsvegi 3 og leggja niðurstöðu grendarkynningar fyrir nefndina.|
**4. 2401169 - Umsókn um lóð Sæbakki 17**
|Framlögð lóðaumsókn Róberts Óskars Sigurvaldasona um lóðina að Sæbakka 17 í Neskaupstað, dagsett 22. janúar 2024. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir að úthluta lóðinni og vísar lóðaúthlutuninni til staðfestingar bæjarráðs.|
**5. 2401032 - Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk**
|Íbúar við Hlíðargötu og Skólaveg á Fáskrúðsfirði hafa farið fram á að erindi þeirra varðandi úthlutun lóðar við Hlíðargötu verði tekið fyrir að nýju í skipulags- og framkvæmdanefnd. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um úthlutun umræddrar lóðar. Byggingafulltrúa falið að skoða möguleika á byggingarlóðum utan við Hólsstíg með hæðakvóta lóða í huga. Erindið verður tekið fyrir í nefndinni þegar niðurstaða liggur fyrir varðandi úthlutun lóðarinnar.|
[Grænt svæði við Hlíðargötu 7-11 á Fáskrúðsfirði.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=C9mex2AeCEu4vMmvvS5lMw&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Grænt svæði við Hlíðargötu 7-11 á Fáskrúðsfirði.pdf)
[deiliskipulag-faskrudsfjordur-hlidarbraut-hlidargata-skolavegur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=syXeeswk9EuWZ96dYOuFcg&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=deiliskipulag-faskrudsfjordur-hlidarbraut-hlidargata-skolavegur.pdf)
[Deiliskipulag_Holtahverfi.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Uq7rN1lbm0a6bya46WhVg&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Deiliskipulag_Holtahverfi.pdf)
[Erindi undirritað af íbúum.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=dLZ5YlRKWEmL0t8emhgOzQ&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Erindi undirritað af íbúum.pdf)
**6. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða**
|Umræða varðandi málefni gámasvæðis á Reyðarfirði. Nefndin felur sviðsstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að skoða möguleika á gámasvæði við Kollaleiru og leggja fyrir nefndina að nýju. |
**7. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva**
|Framlagðar hugmyndir InstaVolt að staðsetningum hraðhleðslustöðva í Fjarðabyggð. Skipulags- og framkvæmdanefnd lýst vel á framkomnar hugmyndir. Breyta þarf staðsetningu sem lögð er til í Neskaupstað og jafnframt að leggja til staðsetningu á Breiðdalsvík. Nefndin felur sviðsstjóra að útfæra svæðin, ef fleiri aðilar sýna áhuga á uppbyggingu hraðhleðslustöðva, og jafnframt að leggja fram tillögu að verðskrá.|
[InstaVolt Staðsetningar - Fjarðabyggð.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=82Cdhoh3rU6S4zlEf3d33Q&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=InstaVolt Staðsetningar - Fjarðabyggð.pdf)
**8. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna**
|Vísað frá bæjarráð til kynningar í skipulags- og framkvæmdanefnd fundargerð 3. fundar starfshóps um skipulagsmál og ofanflóðavarnir, auk samantektar á störfum hópsins.|
[Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna í Fjarðabyggð - fundargerð nr.3.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=w9GQJFAXUumooVo6O25yw&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna í Fjarðabyggð - fundargerð nr.3.pdf)
**9. 2312027 - Hundasvæði í Stöðvarfirði**
|Erindi varðandi hundasvæði á Stöðvafirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið, og samþykkir hugmyndir að breytingu á hundasvæði á Stöðvarfirði. Framkvæmdin skal vera í samráði við skipulags- og umhverfisfulltrúa. Skipulags- og framkvæmdanefnd leggur til að aðkoma Fjarðabyggðar verði með sama sniði og á öðrum hundasvæðum í Fjarðabyggð, þ.e. bætt aðkoma, skilti og ruslatunna.|
[Skilgreint_hundasvaedi_755.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=aORdIyOe1UeVx4eAZzddGw&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Skilgreint_hundasvaedi_755.pdf)
[Hundasvæði á Stöðvarfirði.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=EeNMGWS9VUaAUgm7xzLF6Q&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Hundasvæði á Stöðvarfirði.pdf)
**10. 2401148 - Gjaldfrjálst aðgengi að móttökustöð með fjöruúrgang**
|Erindi Göngufélags Suðurfjarða um gjaldfrjáls aðgengi að móttökustöð vegna fjöruhreinsunar félagsins. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir að tekið verði við því rusli sem tilfellur í fjöruhreinsun félagsins án endurgjalds. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vera í sambandi við félagið varðandi nánari útfærslu.|
[Sorp úr fjöruhreinsunum.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=WzWvzkqdjEaXcgEb8td1jQ&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Sorp úr fjöruhreinsunum.pdf)
**11. 2401140 - Upplýsingatækni - rafræn undirritun skjala byggingafulltrúa**
|Farið yfir stöðu mála varðandi innleiðingu á rafrænni undirritun byggingarfulltrúar. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar fyrir kynninguna. |
**12. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira**
|Framlagt minnisblað verkefnastjóra umhverfismála vegna kostnaðar við grendarstöðvar. Verkefnastjóra umhverfismála falið að vinna áfram að málinu á grunni minnisblaðsins, leggja tillögu að endanlegri útfærslu fyrir nefndina ásamt útfærslum á tæmingu og kostnaði. Skipulagsfulltrúa falið að koma með tillögur að staðsetningum grendarstöðva.|
[Minnisblað - Grenndarstöð - málmur gler og textíll.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=PY7FknLaYEGbv2MwSar0dw&meetingid=vZVmiQ2L6ECB94IJhrybpA1
&filename=Minnisblað - Grenndarstöð - málmur gler og textíll.pdf)
**13. 2401194 - Kynning WPD - Vindorka á Íslandi**
|Framlögð gögn með kynningu WPD um Vindorku á Íslandi. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna. |
**14. 2401189 - Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar vor 2024**
|Umræða um fundaáætlun nefndarinnar vorið 2024. Fundir skipulags- og framkvæmdanefndar verða á mánudögum og hefjast þeir kl. 16:00|