Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 4. (2105)
|
|
|
|**1. 2312195 - Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.**
|Á fundinn mætti Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri og gerði grein fyrir úrvinnslu umsókna um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Fram kom að alls bárust 25 umsóknir um starfið en 2 umsækjendur hafa dregið umsókn sína til baka. Farið var yfir allar umsóknir og lagt mat á umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem tilgreindar voru í auglýsingu.
|
Umsækjendur voru upplýstir um það með tölvupósti 29. desember sl. hvaða þrír einstaklingar yrðu formanni bæjarráðs til ráðgjafar við að leggja mat á umsóknir um starfið og ráðningarferlið almennt.
Sjö umsækjendur voru boðaðir í viðtöl og þrír af þeim voru boðaðir í annað viðtal þar sem þeir kynntu verkefni sem fyrir þá var lagt og sátu fyrir svörum í framhaldi.
Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verður á dagskrá bæjarstjórnar fimmtudaginn 1. febrúar 2024.
Almar Guðmundsson, bæjarstjóri vék af fundi við umræðu undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2311325 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024.**
|Hrönn Hafliðadóttir, verkefnastjóri skipulagsmála á umhverfissviði mætti á fund bæjarráðs og fór yfir húsnæðisáætlun Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 1248/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lögum um húsnæðismál nr. 44/1998.
|
Áætlunin byggir á almennum upplýsingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og upplýsingum frá Garðabæ sem færðar hafa verið í starfrænt áætlunarkerfi HMS.
Gerð hefur verið greining um þörf fyrir íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu með tilliti til mismunandi búsetuforma. Við greininguna skal m.a. skoða framboð og eftirspurn eftir mismunandi búsetuformum og hvort jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði. Þá skal meta þörf fyrir húsnæði til að mæta þörfum einstakra hópa s.s. fatlaðs fólks, eldri borgara, tekju- og eignaminni og námsmanna, auk húsnæðisþarfar á almennum markaði.
Bæjarráð vísar húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024 - 2033 til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2401511 - Tillaga að breytingu á greiðslum til stuðningsfjölskyldna samkvæmt reglum Garðabæjar um stuðningsfjölskyldur fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. **
|Á fund bæjarráð mætti Pála Marie Einarsdóttir, umsjónarþroskaþjálfi á velferðarsviði og gerði grein fyrir tillögu um hækkun á greiðslum Garðabæjar til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna.
|
Núverandi greiðslur ( samþykkt 2017) Tillaga að breytingu 2024
1. Flokkur kr. 35.748 kr. 38.250
2. Flokkur kr. 27.664 kr. 29.600
3. Flokkur kr. 21.300 kr. 22.791
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2309596 - Borgarás 10 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Björk Sigursteinsdóttur, kt. 220179-3469 leyfi til að endurbyggja eftir hæð og endurnýja þak tvíbýlishússins við Borgarás 10.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2310513 - Eskiholt 1 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Jóni Ómari Finnssyni, kt. 030660-3749, leyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið við Eskiholt 1.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2001289 - Hraungata 48 -Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Smíðaben ehf., kt. 460112-0600, leyfi fyrir innri breytingum parhússins við Hraungötu 48.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2001288 - Hraungata 50 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Smíðaben ehf., kt. 460112-0600, leyfi fyrir innri skipulagsbreytingum parhússins við Hraungötu 50.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 1407428 - Kinnargata 10 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Elínu Mjöll Lárusdóttur, kt. 161284-8159, leyfi fyrir innri breytingum parhússins við Kinnargötu 10.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2209149 - Urriðaholtsstræti 9 - 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Íbúðum ehf., kt. 600115-0220, leyfi til að stækka bílakjallara fjölbýlishússins við Urriðaholtsstræti 9-15.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2309301 - Opnun tilboða í í áhorfendabekki fyrir íþróttamiðstöð Álftaness.**
|Lögð fram eftirfarandi tilboð í 330 sæta áhorfendabekki fyrir Íþróttamiðstöðina á Álftanesi.
|
Leiktæki & Sport ehf. kr. 31.000.000
Altis ehf. kr. 35.711.618
Altis ehf. frávikstilboð kr. 33.692.101
Sport-Tæki ehf. kr. 46.994.471
Sport-Tæki ehf. frávikstilboð kr. 44.989.726
Kostnaðaráætlun kr. 32.000.000
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins meðan verið að skoða gögn málsins nánar.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401390 - Tilkynning frá matvælaráðuneytinu varðandi boð um þátttöku í samráð vegna draga að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu, dags. 22.01.24.**
|Í tilkynningunni er vakin athygli á að drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 14. febrúar 2024. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja sjálfbæra landnýtingu í samræmi við markmið laga um landgræðslu.
|
Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar og umhverfisnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401467 - Bréf Reykjavíkurborgar varðandi úrsögn borgarinnar úr Reykjanesfólkvangi, dags. 23.01.24.**
|Lagt fram bréf Reykjavíkurborgar þar sem tilkynnt er um ákvörðun borgarstjórnar að heimila umhverfis- og skipulagsráði til að segja upp samningi vegna rekstur Reykjanesfólkvangs frá árinu 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401508 - Tilkynning frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi nýtt og skilvirkara fyrirkomulag við öflun húsnæðis fyrir hjúkrunarheimili, dags. 11.01.24.**
|Lögð fram tilkynning þar sem fram kemur að fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa ákveðið að breyta fyrirkomulagi við öflun húnsæðis fyrir hjúkrunarheimili. Fyrir liggur skýrsla starfshóps þar sem fram koma tillögur um að ríkið sjái alfarið um öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila í gegnum leigusamninga við fasteignafélög og aðra sérhæfða aðila á grundvelli útboðs.
|
Bæjarráð lýsir ánægju með breytt fyrirkomulag við öflun húsnæðis fyrir hjúkrunarheimili.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2401448 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II að Faxatúni 9.**
|Samkvæmt gildandi deiliskipulagi Silfurtúns er svæðið íbúðarbyggð og kemur ekki fram í skilmálum deiliskipulagsins heimild fyrir starfsemi gististaðar.
|
Bæjarráð Garðabæjar leggst gegn því að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2401509 - Bréf styrktar- líknarsjóðs Oddfellowa varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2024, dags. 25.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa styrk að fjárhæð kr. 2.256.320 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2401370 - Bréf Skátafélagsins Vífils og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2024, dags. 19.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Skátafélaginu Vífli og Hjálparsveit skáta í Garðabæ styrk að fjárhæð kr. 5.045.404 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2401361 - Viljayfirlýsing Garðabæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnaðarmatsverkefni vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga.**
|Lögð fram við viljayfirlýsing Garðabæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi kostnaðarmatsverkefni vegna úrgangsstjórnunar sveitarfélaga. Markmið verkefnisins er að ná fram betri yfirsýn yfir kostnað og tekjur sveitarfélaga í málaflokknum og hvernig þróun útgjalda og tekna hefur verið síðastliðin ár.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2401526 - Holtsbúð 87 - möguleikar um samstarf við endurbætur og notkun hússins.**
|Bæjarstjóri kynnti hugmyndir um að kanna möguleika á að leita eftir samstarfsaðila til að koma að endurbótum húsnæðisins ásamt því að skapa möguleika á að hefja starfsemi í húsnæðinu.
|
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri undirbúi markaðskönnun þar sem upplýst er um fyrirætlanir bæjarins um að kanna möguleika á að eiga samstarf við aðila um endurbætur og starfsemi í húsnæðinu.
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2206169 - Flóttamannavegur - tengingar við Urriðaholt.**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi tengingar Urriðaholts við Flóttamannaveg en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir að Flóttamannavegur verði tengibraut. Samkvæmt deiliskipulagi austurhluta Urriðaholts er gert ráð fyrir að bæði Holtsvegur og Urriðaholtsstræti geti tengst Flóttamannavegi. Einnig var rætt um stöðu mála varðandi umferðarflæði og tengingar við Reykjanesbraut.
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi vegna tengingar Urriðaholts við Flóttamannaveg.
|
|
|
|
|
|
|
|**20. 2308224 - Úrskurður um kæru á ákvörðun Garðabæjar um breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Holtsveg 20.**
|Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi kæru á ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar frá 15. júní 2023 um að samþykkja breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinna við Holtsveg 20.
|
Í úrskurðarorði kemur fram að hafnað er kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun bæjarstjórnar Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|