Dalabyggð
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 36
**1. 2401008 - Menningarmálaverkefnasjóður 2024**
|Farið yfir innsendar umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar. Opið var fyrir umsóknir frá 6. desember 2023 til og með 15. janúar 2024.|
Í sjóðinn bárust 7 umsóknir að upphæð 4.294.517 kr.- til úthlutunar voru 1.000.000 kr.-
7 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:
Sælukotið Árblik - jólatrésskemmtun = 80.000kr.-
Sönghópurinn Hljómbrot - tónlistarverkefni = 200.000kr.-
Héraðsskjalasafn Dalasýslu - námskeið, sögustund = 70.000kr.-
History up close ehf. - námskeið í fornu handverki = 200.000kr.-
Skátafélagið Stígandi - fjölskylduútilega = 200.000kr.-
Alexandra Rut Jónsdóttir - jólatónleikar, menningaviðburður = 200.000kr.-
Hallrún Ásgrímsdóttir - málverkasýning = 50.000kr.-
Menningarmálanefnd Dalabyggðar þakkar fyrir innsendar umsóknir.
**2. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**
|Ákveðið að halda sig við 5.-7. júlí fyrir Heim í Búðardal.|
Dalabyggð mun leggja áherslu á dagskrá fyrir börnin á hátíðinni yfir daginn en menningarmálanefnd hvetur íbúa og rekstraraðila til að huga að öðrum dagskrárliðum sem og kvölddagskrá. Ekki er gert ráð fyrir dansleik á hátíðinni í ár. Eldhátíð verður haldin á Eiríksstöðum sömu helgi.