Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 127
**1. 2308003 - Auðarskóli, málefni grunnskóla 2023-2024**
|Skólastjóri kynnti framvinduskýrslu ytra mats 2020 sem uppfærð var í nóvember sl. Jákvætt er að sjá þá þróun sem orðið hefur frá því að síðasta uppfærsla átti sér stað í október 2022.|
Skólastjóri fór yfir það sem framundan er í starfi grunnskólans og nefndi þar verkefnið Nordplus sem er samstarfsverkefni með finnskum skóla og snýr að elsta stigi grunnskólans og eitt af grunnstefum þessa samstarfs snýr að sjálfbærni og þýðingu þess fyrir viðkomandi samfélög.
Skólaráð fundaði fyrir stuttu og er fundargerð þess fundar komin inn á heimasíðu Auðarskóla.
Skíðaferð er fyrirhuguð í síðustu viku febrúar og er stefnan sú að elsta stigið fari fyrst og svo í kjölfarið miðstig. Yngsta stigið er fyrirhugað að fara með á gönguskíðanámskeið til nágranna okkar á Ströndum í fyrstu viku mars ef veður leyfir.
Skólastjóri fór yfir gögn úr Skólapúlsi.
**2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
|Innleiðing Námsvísa er í fullum gangi og unnið er að þróun samsvarandi námslota líkt og í grunnskólanum og fer sú vinna vel af stað.|
Skólastjóri kynnti útkomu úr könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna og sjá má að fréttabréf mælist vel fyrir meðal foreldra leikskólabarna.
Varðandi framkomið erindi frá meistaranema þá gerir fræðslunefnd ekki athugasemd við að viðkomandi framkvæmi þá rannsókn sem um ræðir.
**3. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar**
|Formaður fræðslunefndar fór yfir stöðu vinnunnar. Opið var fyrir umsagnir um drög að skólastefnu fram í yfirstandandi viku í kjölfar íbúafundar sem haldinn var þann 17. janúar sl.|
Næstu skref eru að fara yfir fram komnar athugasemdir og stefnan er að tillaga að nýrri menntastefnu Dalabyggðar verði lögð fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar þann 8. febrúar n.k. Fyrir þann fund verði tillaga að menntastefnu kynnt fyrir nemendum grunnskólans.
|Jón Egill íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5, 6 og 7.|
**5. 2304010 - Félagsmiðstöðin Hreysið**
|Auglýsing um það starf sem um ræðir er í loftinu á heimasíðu Dalabyggðar.|
**6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð**
|Formaður íþróttafélagsins Undra fór yfir það að hafinn er undirbúningur fyrir komandi sumar varðandi tómstunda/leikjanámskeið á vegum íþróttafélagsins. |
Fræðslunefnd lýsir ánægju með þetta frumkvæði íþróttafélagsins Undra og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, verkefnastjóra fjölskyldumála ásamt sveitarstjóra að halda utan um verkefnið af hálfu Dalabyggðar til þess að létta undir með þeim þáttum sem snúa að sveitarfélaginu.
Einnig var rætt um tómstundastarfið núna í vetur og ánægjulegt að það hefur orðið alger sprenging í badmintoniðkun ungmenna en hvað starfið núna og skipulag, eins og oft áður, þá vantar starfsmenn/þjálfara oft á tíðum.
**7. 2401041 - Ungmennaráð 2024**
|Fræðslunefnd hvetur til þess að ungmennaráð verði kallað saman sem fyrst til þess að fara yfir erindisbréf ráðsins og möguleg verkefni ásamt því að skipta með sér verkum. Íþrótta- og tómstundafulltrúi boðar til fundar með ungmennaráði.|