Hveragerðisbær

Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd

01.02.2024 - Slóð - Skjáskot

    = Menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd =

Dagskrá Sandra Sigurðardóttir, formaður, setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram. === 1.Upplýsingamiðstöð og Hveragarður === 2401120 Sigurdís Lilja Guðjónsdóttir, forstöðumaður Hveragarðsins og Upplýsingamiðstöðvar Hveragerðis, er gestur fundarins undir þessum lið. Hún fer yfir lykiltölur og þær breytingar sem eru yfirstandandi á starfsstöð Upplýsingamiðstöðvar. Ánægjulegt að sjá hversu mikill fjöldi heimsækir Hveragarðinn og Upplýsingamiðstöðina á hverju ári. Metfjöldi heimsótti Hveragarðinn árið 2023 og ástæða til að byggja upp enn frekar. Ýmsar hugmyndir reifaðar. Sigurdísi þakkað fyrir kynninguna og gott utanumhald um sínar starfsstöðvar. === 2.Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna === 2401123 Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi kynnir þátttöku Hveragerðisbæjar í alþjóðlegu verkefni um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Ánægja með að verið sé að innleiða Heimsmarkmiðin og metnaðarfulla áætlun þar um. === 3.Stefnur og stefnumótun === 2401122 Komið er að endurskoðun á þeim stefnum bæjarins sem heyra undir nefndina. Stefnur um menningarmál og atvinnumál ræddar. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að gera beinagrind að uppfærslu á stefnunum til að leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. === 4.Þjónustusamningar === 2401121 Hveragerðisbær hefur verið með þjónustu- og samstarfssamninga við ýmis félagasamtök í bænum. Fjöldi þessara samninga heyra undir menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd og eru þeir flestir komnir að endurnýjun. Farið yfir megin inntak í samningum við félagasamtök og áherslur þeirra. Menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúa falið að boða til fundar með þeim menningartengdu félögum sem hafa þjónustusamning við Hveragerðisbæ til samtals um skipulag viðburða ársins á vegum bæjarins. === 5.Sumardagurinn fyrsti 2024 === 2401119 Fyrsta hátíð ársins er á sumardaginn fyrsta þann 25. apríl 2024. Ræddar hugmyndir að dagskrá þessa árs. Lagt er til að heilsu- og útivistarþema verði á sumardaginn fyrsta í ár. Athuga með samstarf við Íþróttafélagið Hamar og fleiri aðila sem koma að útivist og hreyfingu. === 6.Sundlaugin Laugaskarði === 2401124 Farið yfir tölur gesta í Sundlaugina. Tækifæri er til að setja sundlaugina inn í markaðsáætlun bæjarins. Rætt um leiðir til að auka aðsókn og vitund heimafólks og gesta um þessa perlu. Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið - kl. 19:30. Getum við bætt efni síðunnar?

Framleitt af pallih fyrir gogn.in