Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 2. (935)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**2. (935). fundur**
|
|
|01.02.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Harpa Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 18. janúar 2024 er lögð fram.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2312195 - Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.**
|Almar Guðmundsson vék sæti við umræðu og afgreiðslu máls undir þessum dagskrárlið.
|
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og fór þess á leit að bæjarstjóri gerði grein fyrir ástæðu þess að hann víkur sæti við afgreiðslu málsins.
Björg Fenger, formaður bæjarráðs gerði grein fyrir umsóknum um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og lagði fram tillögu um að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í starf sviðsstjóra.
Lúðvík Örn hefur lokið kandídatsprófi frá Háskóla Íslands og málflutningsleyfi sem hæstaréttarlögmaður. Lúðvík Örn hefur rekið eigin lögmannsstofu frá árinu 1996. Hann hefur áratuga reynslu af stjórnarstörfum, hefur gegnt stjórnarformennsku og komið þar m.a. að endurskipulagningu stórra fyrirtækja. Hann hefur langa reynslu af samningagerð, lestri ársreikninga og framkvæmd greininga á rekstri. Sem lögmaður hefur Lúðvík Örn rekið stjórnsýslumál, hann hefur setið í stjórnum opinberra sjóða, gegnt stjórnarformennsku í stjórn Tryggingasjóðs og sinnt trúnaðarstörfum í nefndum fyrir sveitarfélag. Þá hefur Lúðvík Örn reynslu af stefnumótun og innleiðingu stefnu úr störfum sínum sem framkvæmdastjóri lögmannsstofu og sem stjórnarmaður.
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.
Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
„Stjórnmálaþátttaka fólks á ekki að hafa áhrif á tækifæri þess til að sækja um störf hjá opinberum aðilum. Hins vegar hefði ég sem bæjarráðsfulltrúi í þessu máli óskað mjög eindregið eftir fjölskipaðri nefnd sem tæki lokaákvörðun um ráðningu, eða að bæjarráð hefði gert það, hefðu upplýsingar um mikil og þétt tengsl eins umsækjanda við Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ legið fyrir.“
Björg Fenger, tók til máls að nýju.
Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
„Í ljósi þess að ætla má að óhlutdrægni við ráðningu sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu hafi ekki verið gætt getum við fulltrúar minnihlutans ekki fallist á þá tillögu að ráða þann umsækjanda til starfsins sem lögð er til af formanni bæjarráðs. Í stjórnsýslulögum annars kafla um sérstakt hæfi segir í lið 6 3. greinar um Vanhæfisástæður: „Ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu."
Teljum við að aðrar aðstæður vera fallnar til þess að draga megi óhlutdrægni formanns bæjarráðs í efa með réttu þar sem umsækjandi er pólitískur samstarfsfélagi.
Einstaklingurinn sem hér um ræðir hefur um langt skeið gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og gerir enn með setu í nefndum, er formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu og hefur haldið utan um prófkjör og kosningabaráttu flokksins. Þar að auki situr hann í skipulagsnefnd, einni veigamestu nefnd sveitarfélagsins, fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þar sem formaður bæjarráðs fer einnig með formennsku.
Í dag stöndum við því frammi fyrir þeirri áleitnu spurningu hvort formaður bæjarráðs og formaður skipulagsnefndar, geti í reynd verið hlutlaus gagnvart kollega sínum og samstarfsfélaga svo það sé hafið yfir allan vafa. Um er að ræða ráðningu í eitt æðsta embætti sveitarfélagsins. Það er afar mikilvægt fyrir hvert sveitarfélag að starfsmenn stjórnsýslunnar séu hafnir yfir allan vafa og að um stjórnsýsluna ríki traust allra íbúa. Þar af leiðandi óskum við eftir skriflegum rökstuðningi vegna ráðningar í stöðu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.“
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
Hrannar Bragi Eyjólfsson, tók til máls.
Sigríður Hulda Jónsdóttir, tók til máls.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls að nýju.
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
Harpa Þorsteinsdóttir, tók til máls að nýju.
Gunnar Valur Gíslason, tók til máls að nýju og lagði fram eftirfarandi bókun.
„Við ráðningarferli sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur í einu og öllu verið unnið í samræmi við einróma samþykkt bæjarráðs frá 19. desember sl. og einróma samþykkt bæjarstjórnar þann 21. desember sl.
Skipuðum ráðgjafarhópi eru þökkuð góð og vönduð vinnubrögð við ráðningarferlið.
Í framhaldi af umræðu í bæjarráði 30. janúar sl., þar sem mannauðsstjóri Garðabæjar upplýsti bæjarráð um framgang ráðningarferlisins, er ferlinu lokið og tillaga formanns bæjarráðs liggur nú fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu eins og einróma ályktanir bæjarráðs og bæjarstjórnar sögðu til um.“
Björg Fenger, tók til máls að nýju.
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
„Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum (SHJ,BF,HBE,GVG,SS,HRG) gegn fjórum atkvæðum (ÞÞ,HÞ,SDS,RNV) tillögu formanns bæjarráðs að ráða Lúðvík Örn Steinarsson í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2401029F - Fundargerð bæjarráðs frá 23/1 ´24.**
|Enginn kvaddi sér hljóðs.
|
Fundargerðin sem er 9 tl., er samþykkt samhljóða.
|
|
|2312388 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts vegna lóðarinnar við Skerpluholt 7.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi norðurhluta Hnoðraholts er varðar lóðina við Skerpluholt 7, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu á bílastæðum innan lóðar. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum við Skerpluholt 4, 5, 6, og 7 og við Vorbraut 12 og 14. (Mál nr. 2312388)
|
|
|
|
|
|2305174 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi óverulega breytingu á deilskiipulagi Arnarness vegna lóðarinnar við Mávanes 22.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um óverulega breytingu á deiliskipulagi Arnarness er varðar lóðina við Mávanes 22, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í stækkun á byggingarreit lóðar. Grenndarkynna skal tillöguna lóðarhöfum við Mávanes 19, 20, 21, 23, 24, 25 og við Blikanes 29 og 31. (Mál nr. 2305174)
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2401039F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/1 ´24.**
|Harpa Rós Gísladóttir, ræddi 13. tl., tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi nýtt og skilvirkara fyrirkomulag við öflun húsnæðis fyrir hjúkrunarheimili og 18. tl., möguleikar á samstarfi um endurbætur og notkun húsnæðisins við Holtsbúð 87 (Klaustrið).
|
Stella Stefánsdóttir, ræddi 12. tl., bréf Reykjavíkurborgar varðandi úrsögn borgarinnar úr Reykjanesfólkvangi.
Almar Guðmundsson, ræddi 12. tl., bréf Reykjavíkurborgar varðandi úrsögn borgarinnar úr Reykjanesfólkvangi og 18. tl., möguleikar á samstarfi um endurbætur og notkun húsnæðisins við Holtsbúð 87 (Klaustrið), og 19. tl., tengingu byggðar í Urriðaholti við Flóttamannaveg.
Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 12. tl., bréf Reykjavíkurborgar varðandi úrsögn borgarinnar úr Reykjanesfólkvangi.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 19. tl., tengingu byggðar í Urriðaholti við Flóttamannaveg.
Almar Guðmundsson, ræddi að nýju 19. tl., tengingu byggðar í Urriðaholti við Flóttamannaveg.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 19. tl., tengingu byggðar í Urriðaholti við Flóttamannaveg.
Fundargerðin sem er 20 tl., er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2401012F - Fundargerð leikskólanefndar frá 12/1 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2401020F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 15/1 ´24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir, kvaddi sér hljóðs og vakti athygli á að framundan er vetrarhátíð með fjölbreyttum viðburðum hér í Garðabæ.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401023F - Fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 18/1 ´24. **
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29/1 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 22/1 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401137 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 12/1 ´24. **
|Harpa Þorsteinsdóttir, ræddi 1. tl., kynningu frá fulltrúum Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og 3. tl., skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.
|
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs varðandi hugmyndir að breytingu á vaxtarmörkun vegna fyrirhugaðrar byggðar í landi Kópavogs.
Björg Fengeir, upplýsti um að hugmyndir að breytingu á vaxtarmörkun vegna fyrirhugaðrar byggðar í landi Kópavogs hafa ekki komið til meðferðar hjá nefndinni. Þá ræddi Björg 3. tl., skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., kynningu frá fulltrúum Almannavarna höfuðborgarsvæðisins og 3. tl., skipulagslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Þá ræddi Almar hugmyndir að breytingu á vaxtarmörkun vegna fyrirhugaðrar byggðar í landi Kópavogs.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401325 - Fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17/1 ´24. **
|Björg Fenger, ræddi 2. tl., og 3. tl., ákvörðun um gjaldtöku vegna eldri borgara, 5. tl., fríkort til skíðafélaga og 7. tl., boð til Grindvíkinga um frían aðgang að skíðasvæði Bláfjalla.
|
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2311325 - Húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024-2033.**
|Almar Guðmundsson, bæjarstjóri, fylgdi úr hlaði uppfærslu húsnæðisáætlunar Garðabæjar til 10 ára. Bæjarstjóri þakkaði þeim starfsmönnum sem komið hafa að vinnu við uppfærslu áætlunarinnar.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun
„Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans ítreka þá skoðun sína að áætlanir um húsnæðisuppbyggingu ættu að gera ráð fyrir því að allt að 30% nýs húsnæðis í Garðabæ á næstu tíu árum verði hagkvæmt húsnæði, t.d. leiguhúsnæði á vegum óhagnaðardrifinna félaga og hlutdeildarlánaíbúðir, og þar af 5% félagslegar leiguíbúðir. Það er skoðun okkar að Garðabær verði að taka ábyrgð á ástandinu á húsnæðismarkaði til jafns við önnur sveitarfélög og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti sem henta fleiri tekjuhópum. Við sitjum því hjá, með von um að áætlunin taki breytingum við næstu endurskoðun.“
Gunnar Valur Gíslason, tók til máls.
Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir, tók til máls.
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls.
Almar Guðmundsson, tók til máls að nýju og lagði fram eftirfarandi bókun.
„Í húsnæðisáætlun Garðabæjar 2024-2033 endurspeglast áhersla á að uppbygging Garðabæjar verði jöfn og stöðug. Þá er ljóst að framboð íbúða í Garðabæ hefur verið nægt og svo verður áfram. Garðabær hefur lagt mun meira til íbúðauppbyggingar á undanförnum árum en nánast öll önnur sveitarfélög, sem sést vel á íbúaþróun. Áhersla er á að uppbygging hagkvæmra íbúða eigi sér stað, bæði hvað varðar leiguúrræði og séreign. Þá er rétt að geta þess að innviðir munu mæta vel þeirri þörf sem framundan.“
Sara Dögg Svanhildardóttir, tók til máls að nýju.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls að nýju.
Gunnar Valur Gíslason, tók til máls að nýju.
Björg Fenger, tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum uppfærslu húsnæðisáætlunar Garðabæjar til 10 ára í samræmi við 1. gr. reglugerðar um húsnæðisáætlun sveitarfélaga nr. 1248/2018, sbr. breyting samkvæmt reglugerð nr. 1597/2022 og lög um húsnæðismál nr. 44/1998. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Sara Dögg Svanhildardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)