Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 5. (2106)
|
|
|
|**1. 2310233 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2023 - kynning**
|Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2023. Þó að ánægja íbúa með þjónustu bæjarins lækki á árinu 2023 miðað við árið áður eru íbúar í Garðabæ þegar á heildina er litið ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í.
|
Bæjarstjóri upplýsti um að verið er að vinna að nánari rýni á niðurstöðum og viðbrögðum við þeim.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2310652 - Eskiholt 14 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Karolínu Fabínu Söebech, kt. 050464-3859, leyfi fyrir breytingum á skipulagi lóðar einbýlishússins að Eskiholti 14.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2211524 - Goðatún 32 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Matthíasi Leó Árnasyni, kt. 280188-2639, leyfi til að rífa núverandi bílskúr og byggja nýjan við einbýlishúsið að Goðatúni 22.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2312361 - Hagaflöt 14 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Rúnari Steini Benediktssyni, kt. 270387-2769, leyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið að Hagflöt 14.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2310445 - Haukanes 22 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Í toppformi ehf., kt. 660298-2829, leyfi til að byggja vegg á lóðarmörkum Haukaness 24 og Haukaness 22.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2311418 - Langafit 18 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðrúnu Lindu Þorvaldsdóttur, kt. 030153-5539, leyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishúsið að Löngufit 18.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2311622 - Móaflöt 6 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Alberti Guðmanni Jónssyni, kt. 250878-5249, leyfi til að breyta áður samþykktum teikningum vegna breytinga á endurnýjun þaks einbýlishússins að Móaflöt 6.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2310291 - Urriðaholtsstræti 2 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Húsinu í hverfinu ehf., kt. 571218-0380, leyfi til að staðsetja loftnet og sendibox á útvegg þjónustu- og verslunarhúsnæðisins að Urriðaholtsstræti 2.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2301456 - Niðurstöður verðkönnunar í stakstæðar loftræstisamstæður fyrir Garðaskóla.**
|Leitað var tilboða frá tveimur aðilum vegna kaupa á stakstæðum loftræstisamstæðum sem koma á fyrir á 2. hæð Garðaskóla.
|
Tilboð barst frá Ventum ehf., kt. 441220-1380 að fjárhæð kr. 62.137.136. Tilboðið uppfyllir hönnunarkröfur sem framkoma í verðfyrirspurn.
Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Ventum ehf. um kaup á stakstæðum loftræstisamstæðum fyrir Garðaskóla
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2102507 - Beiðni um framsal samnings um rekstur og sölu auglýsinga á biðskýli.**
|Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti framsals samnings sem gerður var við Buzz/Dengsa ehf. kt. 621297-7759, dags. 3. mars 2021, til nýs aðila, Símans hf., kt. 460207-0880.
|
Björg Fenger vék sæti við umræðu og afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2309301 - Opnun tilboða í áhorfendabekki fyrir íþróttamiðstöð Álftaness. **
|Á fundi bæjarráðs sem haldinn var 30. janúar voru lögð fram eftirfarandi tilboð í 330 sæta áhorfendabekki fyrir Íþróttamiðstöðina á Álftanesi.
|
Leiktæki & Sport ehf. kr. 31.000.000
Altis ehf. 2a kr. 35.711.618
Altis ehf. 2b kr. 35.711.618
Altis ehf. frávikstilboð kr. 33.692.101
Sport-Tæki ehf. kr. 46.994.471
Sport-Tæki ehf. frávikstilboð kr. 44.989.726
Kostnaðaráætlun kr. 32.000.000
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði frá Altis ehf, merkt 2a. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401549 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf., dags. 26.01.24.**
|Lagt fram ásamt sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf. um stöðu og framgang verkefna í samræmi við ákvæði í hluthafasamkomulagi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401601 - Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi auglýsingu eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 30.01.24**
|Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Skipuð hefur verið kjörnefnd sem tekur á móti framboðum og er frestur til kl. 12:00 á hádegi 21. febrúar nk.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2401588 - Bréf Golfklúbbsins Setbergs um niðurfellingu fasteignagjalda árið 2024, dags. 28.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Setbergs styrk að fjárhæð kr. 591.396 til greiðslu fasteignagjalda af golfskála.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**15. 2402001 - Bréf UMF Stjörnunnar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2024, dags. 29.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita UMF Stjörnunni styrk að fjárhæð kr. 2.233.252 til greiðslu fasteignagjalda af Stjörnuheimilinu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**16. 2402012 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002, endurgreiðslur, 629. mál, dags. 30.01.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**17. 2402026 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 521. mál. endurflutt, dags. 01.02.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**18. 2402036 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán), 13. mál., dags. 01.02.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**19. 2402014 - Erindi Hafnarfjarðarbæjar varðandi skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og nýjar deiliskipulagsáætlanir, dags. 01.02.24.**
|Í erindinu er leita eftir umsögn varðandi skipulags- og matslýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.
|
Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|**20. 2312195 - Ráðning í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.**
|Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar sem haldinn var 1. febrúar sl. var samþykkt að ráða Lúðvík Örn Steinarsson, hæstaréttarlögmann í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Garðabæjar.
|
Á fund bæjarráðs mættu Margrét Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá Vinnvinn og Inga Þóra Þórisdóttir, mannauðsstjóri Garðabæjar. Gerð var grein fyrir ráðningarferlinu og farið yfir þau gögn sem liggja fyrir vegna ráðningar í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fyrir liggur bréf um rökstuðning vegna ráðningar í starfið sem sendur verður umsækjendum. Bréfið verður í framhaldinu sent bæjarfulltrúum.
Samskiptastjóri og sviðstjórar aðrir en bæjarritari véku af fundi undir þessum dagskrárlið.
|
|
|
|