Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 307
**1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna**
|Áframhaldandi umræða og greining þjónustuþátta í starfsemi Fjarðabyggðarhafna.|
**2. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024**
|Farið yfir stöðu framkvæmda við Fjarðabyggðarhafnir|
**3. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað**
|Lagt fram erindi frá Guðröði Hákonarsyni, fyrir hönd Hildibrand slf. varðandi frágang við sjóvarnargarð. Verkefnastjóra hafna er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.|
**4. 2205243 - Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum**
|Lagður fram tölvupóstur frá Gáru. Fyrirtækið, sem er umboðsaðili fjölda skemmtiferðaskipa á Íslandi, kallar eftir upplýsingum vegna bókana skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggðarhöfnum. Verkefnastjóra hafna falið að kalla eftir upplýsingum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.|
**5. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði**
|Farið yfir stöðu mála varðandi Grænan orkugarð á Reyðarfirði|
**6. 2401204 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju**
|Lögð fram til kynningar beiðni Síldarvinnslunnar um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.|
**7. 2401111 - Hafnasambandsþing 2024**
|Hafnasamband Íslands hefur boðað til hafnasambandsþings þann 24.-25. október næstkomandi.|
**8. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024**
|Lögð fram til kynningar fundargerð 460. fundar Hafnasambands Íslands|