Vesturbyggð
Menningar- og ferðamálaráð - 32
= Menningar- og ferðamálaráð #32 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. febrúar 2024 og hófst hann kl. 09:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Steinunn Sigmundsdóttir (SS) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Valgerður María Þorsteinsdóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi
== Almenn mál ==
=== 1. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2024 ===
Lagðar voru fyrir styrkbeiðnir sem bárust ráðinu í fyrstu úthlutun ársins 2024. Alls bárust sjö umsóknir.
1. Slysavarnadeildin Gyða sækir um styrk vegna kaupa á hljóðnemum. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
2. Fjólubláa húfan ehf. sækir um styrk vegna útgáfu sófaborðsbókar um Vestfirði. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.
3. Kvenfélagið Sif sækir um styrk vegna þorrablóts á Patreksfirði sem haldið var þann 27. janúar sl. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.
4. Lilja Sigurðardóttir sækir um styrk vegna árshátíðar fyrirtækjanna sem haldin verður þann 9. mars n.k. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð telur umsóknina ekki falla að áherslum nefndarinnar og hafnar umsókninni.
5. Slysavarnadeildin Unnur sækir um styrk vegna 90 ára afmælis deildarinnar sem haldið verður upp á þann 24. febrúar n.k. Sótt er um styrk sem nemur niðurfellingu leigu á félagsheimili Patreksfjarðar.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
6. Kristín Mjöll Jakobsdóttir sækir um styrk vegna tónleikaferðar blásaraoktettsins Hnúkaþeys í Vesturbyggð. Sótt er um 200 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þúsund krónur í samræmi við reglur sjóðsins.
7. Andrew J. Yang sækir um styrk vegna Alþjóðlegu píanóhátíðarinnar á Vestfjörðum sem haldin verður í ágúst næstkomandi. Sótt er um 150 þúsund króna styrk.
Menningar- og ferðamálaráð samþykkir styrkbeiðnina.
== Mál til kynningar ==
=== 3. Styrkumsóknir til menningar- og ferðamálaráðs 2023 ===
Samantekt menningar- og ferðamálafulltrúa á styrkumsóknum sem bárust ráðinu og veittum styrkjum árið 2023 lögð fram til kynningar.
=== 4. Endurnýjun samstarfssamnings vegna sjómannadagshelgar ===
Endurnýjun samstarfssamnings Vesturbyggðar og Sjómannadagsráðs vegna sjómannadagshelgar á Patreksfirði lögð fram til kynningar.
=== 5. Kynningarefni fyrir Vestfirði ===
Sædís Þórsdóttir frá Fantastic Fjords kom inn á fundinn og kynnti sameiginlegt kynningarefni fyrir Vestfirði.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00**
Hlynur Freyr Halldórsson boðaði forföll, ekki tókst að boða varamann í hans stað.