Vesturbyggð
Fræðslu- og æskulýðsráð - 91
= Fræðslu- og æskulýðsráð #91 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. febrúar 2024 og hófst hann kl. 13:00
====== Nefndarmenn ======
====== Starfsmenn ======
- Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
- Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
- Hafdís Helga Bjarnadóttir () embættismaður
- Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
- Lilja Rut Rúnarsdóttir (LRR) embættismaður
====== Fundargerð ritaði ======
- Hafdís Helga Bjarnadóttir Tómstundafulltrúi
== Almenn erindi ==
=== 1. Araklettur viðbygging ===
Leikskólastjóri Arakletts kynnir helstu breytingar sem verða á innra starfi leikskólans með tilkomu viðbyggingarinnar nýju.
Leikskólastjóri Arakletts kynnti fyrir Fræðslu- og æskulýðsráði skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið á innra starfi skólans við það að nýtt húsnæði er tekið í notkun. Það verður opið hús á leikskólanum Arakletti á degi leikskólans 6.febrúar kl. 16.30 - 18.00.
=== 2. Íþróttaskólinn ===
Lagt var fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem gert er grein fyrir breytingu á fyrirkomulagi og starfsmannahaldi í íþróttaskólanum á Patreksfirði og Bíldudal. Í minnisblaðinu er einnig óskað eftir samþykki fyrir því að gjald fyrir íþróttaskólann sé innifalið í gjaldi Frístundar fyrir þau börn sem eru þar. Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir þá tillögu sem lögð er fram í minnisblaðinu.
=== 3. Innleiðing nýrrar aðferðarfræði í grunn og leikskóla Vesturbyggðar ===
Skólastjóri Patreksskóla kynnir aðferðarfræði Nurture og innleiðingu hennar.
Sviðstjóra og skólastjóra Patreksskóla var boðið að taka þátt í námsferð til Glasgow til að kynna sér aðferðarfræði Nurture. Í framhaldi er skólum í Vesturbyggð boðið að taka þátt í verkefninu og vera með fyrstu skólum á Íslandi til að tileinka sér aðferðarfræðina. Leitast verður við að fá styrki til að standa undir þeim kostnaði sem hlýst af því að innleiða aðferðarfræðina.
== Til kynningar ==
=== 4. Ákvarðanir Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi ===
Formaður kynnir ákvörðun Persónuverndar um notkun Google Workspace for Education í grunnskólastarfi. Skólastjórnendur fóru yfir hvaða áhrif þessi niðurstaða hefði á skólastarfið. Skólastjórnendur eru í samstarfi við persónuverndarfulltrúa Vesturbyggðar varðandi framhaldið.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00**