Garðabær
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar - 54
|
|**Menningar- og safnanefnd Garðabæjar**
|12.02.2024 kl. kom menningar- og safnanefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Guðrún Arna Sturludóttir aðalmaður, Torfi Geir Símonarson varaformaður, Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Einar Örn Ævarsson aðalmaður, Steinunn Vala Sigfúsdóttir varamaður, Ólöf Hulda Breiðfjörð menningarfulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2301152 - Vetrarhátíð**
|Dagskrá safnanætur gekk vonum framar þrátt fyrir veðurofsa. Dagskrá fyrir fjölskyldur fór fram á Bókasafni Garðabæjar frá kl. 17 og var vel sótt og ánægja meðal gesta. Frá klukkan 20 fór fram dagskrá á Hönnunarsafni Íslands þar sem sýningaropnun Lilýjar Erlu Adamsdóttur fór fram, jazztónlistarmenn léku tónlist og innflutningsboð gullsmiðsins Mörtu Staworowsku var í vinnustofu safnsins þar sem DJ-þeytti skífum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2012072 - Gróska, endurnýjun samnings**
|Drög að samningi kynnt og rædd. Óskað eftir að fulltrúar úr stjórn Grósku kynni starfssemi Grósku á næsta fundi nefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402167 - Útnefning bæjarlistamanns 2024 og heiðursviðurkenningarhafi**
|Farið yfir verklag fyrir val á bæjarlistamanni og heiðursviðurkenningarhafa.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2201263 - Hvatningarsjóður ungra listamanna og hönnuða- auglýst eftir umsóknum**
|Auglýst hefur verið eftir umsóknum frá ungum listamönnum og hönnuðum. Þann 29. mars lýkur umsóknafresti og þá mun menningarfulltrúi í samstarfi við ungmennaráð fara yfir umsóknir. Umsögn ungmennaráðs fer að því loknu fyrir menningar- og safnanefnd.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2402169 - Barnamenningarhátíð í Garðabæ**
|Barnamenningarhátíð í Garðabæ fer fram dagana 22. - 27. apríl. Dagskrá fyrir 1., 3., 5. og 7. bekkinga verður á Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar, á Garðatorgi og Minjagarðinum sem og Aftur til Hofsstaða. Laugardaginn 27. apríl lýkur hátíðinni með dagskrá fyrir fjölskyldur.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402168 - Jazzþorpið í Garðabæ**
|Jazzþorpið verður haldið öðru sinni dagana 3. - 5. maí á Garðatorgi. Ómar Guðjónsson er listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Samstarf við Góða Hirðinn verður áfram sem og veitingasala. Ómar mun kynna dagskrá Jazzþorpsins á næsta fundi nefndar.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|