Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 6. (2107)
|13.02.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2401516 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að vikið sé frá deiliskipulagi varðandi nýtingu á niðurgröfnu kjallararými fyrir geymslur við byggingu fjölbýlishússins við Grímsgötu 6. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2310471 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Vinastræti 1-3.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Vinastræti 1-3. Um er að ræða breytingu á lögun byggingarreits og afmörkuðum byggingarreit fyrir spennistöð. Tillagan var auglýst og bárust engar athugasemdir. Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2401388 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Lækjarfit 6.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hraunsholts eystra í tilefni umsóknar um stækkun byggingarreits fyrir viðbyggingu einbýlishússins við Lækjarfit , sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga.
|
Grenndarkynna skal lóðarhöfum og íbúum að Lækjarfit nr. 4, 8, 10 og 11 og að Löngufit 5, 7 og 9.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2211186 - Samningur um ráðgjöf og hönnun vegna kortlagningar á umferðarhávaða.**
|Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti samning við Eflu hf. varðandi kortlagningu umferðarhávaða. Áætlaður heildarkostnaður er kr. 39.466.562 með vsk og er hlutur Garðabæjar kr. 3.005.355. Áætluð verklok eru 31. maí 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2402127 - Bréf Bessastaðasóknar varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2024, dags. 06.02.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Bessastaðasókn styrk að fjárhæð kr. 366.198 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401445 - Erindi Hestamannafélagsins Sóta varðandi niðurfellingu fasteignagjalda, dags. 23.01.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Hestamannafélaginu Sóta styrk að fjárhæð kr. 958.352 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2402158 - Bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi úttekt á starfsemi tónlistarskóla, dags. 07.02.24.**
|Í bréfinu kemur fram að í ráðuneytinu er hafin undirbúningsvinna vegna stefnumörkunar og heildarendurskoðunar á tónlistarfræðslu á öllum skólastigum meðal annars í samræmi við sáttmála um ríkisstjórnarsamstarf og í tengslum við Menntastefnu til 2030. Sem liður í undirbúningsvinnunni er framkvæmd úttektar á starfsemi tónlistarskóla sem viðurkenndir hafa verið samkvæmt 1. gr. laga nr. 75/1985 um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla
|
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skólanefndar Tónlistarskóla Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401342 - Bréf Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseigna varðandi sölu lóðarinnar við Gesthúsavör 6, dags. 18.01.24.**
|Bæjarráð lýsir yfir áhuga Garðabæjar á kaupum á lóðinni enda verði matsverð lóðarinnar ásættanlegt. Bæjarráð lýsir jafnframt yfir áhuga á að hefja viðræður við ríkið um möguleika á að Garðabær eignist jörðina Gesthús.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2402166 - Reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarmála**
|Bæjarráð vísar reglunum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401597 - Afgreiðsla skólanefndar varðandi tillögu um breyttan opnunartíma frístundaheimila.**
|Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs gerði grein fyrir minnisblaði varðandi tillögu um breyttan opnunartíma frístundaheimila sem lagt var fram á fundi skólanefndar 7. febrúar 2024.
|
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skólanefndar um breyttan opnunartíma frístundaheimila Opnunartími verður styttur frá og með 1. apríl um 30 mínútur á dag eða til 16:30. (Var áður kl. 17:00)
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|