Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 3. (936)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**3. (936). fundur**
|
|
|15.02.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Sigríður Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Lilja Lind Pálsdóttir varabæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Guðjón Pétur Lýðsson varabæjarfulltrúi. Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi. Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
|
|
||Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
|
Sigríður Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar setti fund og stjórnaði.
Fundargerð bæjarstjórnar frá 1. febrúar 2024 er lögð fram.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs og ræddi ráðningu í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og stjórnsýslulega meðferð mála.
Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs og ræddi stjórnsýslulega meðferð mála.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi stjórnsýslulega meðferð mála.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs á ný.
Gunnar Valur Gíslason, kvaddi sér hljóðs og ræddi stjórnsýslulega meðferð mála.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs á ný.
Gunnar Valur Gíslason, kvaddi sér hljóðs á ný.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kvaddi sér hljóðs á ný.
Björg Fenger, kvaddi sér hljóðs og ræddi stjórnsýslulega meðferð mála.
Almar Guðmundsson, kvaddi sér hljóðs á ný.
Sara Dögg Svanhildardóttir, kvaddi sér hljóðs á ný.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2402003F - Fundargerð bæjarráðs frá 6/2 ´24.**
|Björg Fenger, ræddi 1. tl., íbúa- og þjónustukönnun Gallup árið 2023 og lagði fram svohljóðandi bókun.
|
"Samkvæmt niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup meðal íbúa Garðabæjar fyrir árið 2023 er Garðabær líkt og oft áður í efsta sæti meðal sveitarfélaga varðandi ánægju með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið, en könnunin var gerð í desember og janúar sl. Mikil ánægja er með þætti eins og skipulagsmál, gæði umhverfis, aðstöðu til íþróttaiðkunar og þjónustu grunnskóla og mælist hún meiri en víðast hvar annars staðar. Þá er ánægja með þjónustu sveitarfélagsins í heild meiri en annars staðar þekkist.
Könnunin sýnir einnig minnkandi ánægju milli ára í ýmsum málaflokkum frá könnuninni 2022, t.d. hvað varðar leikskólamál og sorphirðu. Slíkar niðurstöður þarf alltaf að greina vel til að gera betur. Rétt er að minna á að yfirstandandi eru breytingar til að bæta umgjörð og starfsaðstæður í leikskólum bæjarins og eins verður nýr, glæsilegur 6 deilda leikskóli opnaður innan fárra vikna við Holtsveg í Urriðaholti. Að ýmsu öðru hefur verið unnið síðustu mánuði og má þar nefnda umbætur skóla- og leikskólalóða, 2.áfanga Urriðaholtsskóla sem tekinn er í notkun á yfirstandandi önn, uppbygging Vinagarðs og stórfelldar endurbætur á húsnæði grunnskólanna. Allt er þetta til þess fallið að bæta þjónustu og auka ánægju íbúa enn frekar.
Niðurstaða varðandi þjónustu við fatlað fólk eru vonbrigði, enda hefur umfang og gæði þjónustunnar aukist verulega frá könnun Gallup 2022, til dæmis hefur nýr sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk verið tekinn í gagnið í Brekkuási. Áfram verður lögð áhersla á að rýna og bæta þjónustuna á þessu sviði.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna góðri niðurstöðu könnunarinnar og munu hér eftir sem hingað til vinna að því að þjónustan við bæjarbúa eflist og ánægja íbúa aukist."
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 1. tl., íbúa- og þjónustukönnun Gallup árið 2023.
Lilja Lind Pálsdóttir, ræddi 1. tl., íbúa- og þjónustukönnun Gallup árið 2023.
Almar Guðmundsson, ræddi 1. tl., íbúa- og þjónustukönnun Gallup árið 2023.
Gunnar Valur Gíslason, ræddi 12. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi 12. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.
Almar Guðmundsson, ræddi 12. tl., bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi sex mánaða skýrslu Betri samgangna ohf.
Fundargerðin sem er 20 tl., er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2402013F - Fundargerð bæjarráðs frá 13/2 ´24.**
|Lilja Lind Pálsdóttir, ræddi 7. tl., bréf mennta- og barnamálaráðuneytisins varðandi úttekt á starfsemi tónlistarskóla.
|
Fundargerðin sem er 10 tl., er samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla mála.
|
|
|2401516 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi frávik frá deiliskipulagi 4. áfanga norðurhluta Urriðaholts vegna lóðarinnar við Grímsgötu 6.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að heimila útgáfu byggingarleyfis þó að vikið sé frá deiliskipulagi varðandi nýtingu á niðurgröfnu kjallararými fyrir geymslur við byggingu fjölbýlishússins við Grímsgötu 6. Um óverulegt frávik er að ræða sem ekki varðar neina grenndarhagsmuni og þarf því ekki að koma til breytinga á deiliskipulagi sbr. heimild í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. (Mál nr. 2401516)
|
|
|
|
|
|2401388 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunsholts eystra vegna lóðarinnar við Lækjarfit 6.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um að fram fari grenndarkynning vegna óverulegrar breytingar á deiliskipulagi Hraunsholts eystra í tilefni umsóknar um stækkun byggingarreits fyrir viðbyggingu einbýlishússins við Lækjarfit 6, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum og íbúum að Lækjarfit nr. 4, 8, 10 og 11 og að Löngufit 5, 7 og 9. (Mál nr. 2401388)
|
|
|
|
|
|2401597 - Afgreiðsla skólanefndar varðandi tillögu um breyttan opnunartíma frístundaheimila.
|
|
|
|Bæjarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um breyttan opnunartíma frístundaheimila. Opnunartími verður styttur frá og með 1. apríl um 30 mínútur á dag eða til 16:30. (Var áður kl. 17:00) (Mál nr. 2401597)
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402012F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 12/2 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2402004F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 8/2 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2401049F - Fundargerð skólanefndar grunnskóla frá 7/2 ´24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi 1. og 2. tl., skóladagatöl leik- og grunnskóla skólaárin 2024-2025 og 2025-2026, 3. tl., greiningu á tölfræði grunnskóla, 4. tl., opnunartíma frístundaheimila grunnskóla, og 5. tl., kynningu og samtal við stjórnendur Alþjóðaskólans.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi 4. tl., opnunartíma frístundaheimila grunnskóla.
Fundargerðin lögð fram..
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401043F - Fundargerð ungmennaráðs frá 16/1 ´24.**
|Þorbjörg Þorvaldsdóttir, ræddi ábendingar varðandi bættar almenningssamgöngur og áform um fleiri sameiginlega viðburði í félagsmiðstöðvum í Garðabæ.
|
Sara Dögg Svanhildardóttir, ræddi ábendingar varðandi bættar almenningssamgöngur.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2402008F - Fundargerð ungmennaráðs frá 6/2 ´24.**
|Sigríður Hulda Jónsdóttir, ræddi undirbúning fyrir fund ungmennaráðs með bæjarstjórn í mars.
|
Gunnar Valur Gíslason, ræddi almennt um störf ungmennaráðs.
Björg Fenger, ræddi almennt um störf ungmennaráðs.
Almar Guðmundsson, ræddi undirbúning fyrir fund ungmennaráðs með bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401018F - Fundargerð velferðarráðs frá 17/1 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason, ræddi 5. tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2023 - 2026.
|
Brynja Dan Gunnarsdóttir, ræddi 5. tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2023 - 2026.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401607 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22/1 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401136 - Fundargerð stjórnar SSH frá 5/2 ´24.**
|Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401133 - Fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6/2 ´24.**
|Gunnar Valur Gíslason, ræddi 5. tl., málefni grenndarstöðva og öflun orku með brennanlegu sorpi.
|
Björg Fenger, ræddi 3. tl., málefni endurvinnslustöðva og framtíðarskipulag.
Fundargerðin lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401134 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16/1 og 19/1 ´24. **
|Gunnar Valur Gíslason, ræddi útboð á akstri Strætó.
|
Fundargerðirnar lagðar fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2402166 - Reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarmála**
|Til afgreiðslu eru reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarmála samkvæmt tillögu menningar- og safnanefndar.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða reglur vegna úthlutunar styrkja til menningarmála.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)