Garðabær
Umhverfisnefnd Garðabæjar - 15 (22-26)
|
|**Umhverfisnefnd Garðabæjar**
|14.02.2024 kl. 8:00 kom umhverfisnefnd Garðabæjar saman til fundar í Seylunni í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Stella Stefánsdóttir formaður, Sófus Gústavsson varamaður, Eiríkur Þorbjörnsson aðalmaður, Greta Ósk Óskarsdóttir aðalmaður, Einar Þór Einarsson aðalmaður, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Björk Jóhannsdóttir verkefnastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Linda Björk Jóhannsdóttir Verkefnastjóri umhverfismála.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi**
|Þráinn Hauksson hjá Landslagi kynnti fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem nær til 4.kafla greinargerðar sem tekur á stígakerfi og almenningssamgöngum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2310233 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2023**
|Hulda Hauksdóttir, deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar kynnti helstu niðurstöður Gallup þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2023.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2401390 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu**
|Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu. Markmið reglugerðarinnar er að tryggja sjálfbæra landnýtingu í samræmi við markmið laga um landgræðslu. Umhverfisnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við drögin.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2401467 - Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi**
|Lögð fram tillaga Reykjavíkurborgar um úrsögn úr Reykjanesfólkvangi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 1902106 - Friðlýsingar - samstarf við Umhverfisstofnun**
|Urriðakotshraun var friðlýst sem fólkvangur 10. janúar 2024. Friðlýsingin er staðfest að beiðni Garðabæjar og landeigendanna, Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa, og unnin í samstarfi ráðuneytisins og Umhverfisstofnunar. Friðlýsingu sem fólkvangs er ætlað að tryggja aðgengi almennings að náttúru Urriðakotshrauns, sem býr yfir fjölbreyttum náttúru- og menningarminjum og miklum möguleikum til útivistar, náttúruskoðunar og umhverfisfræðslu, m.a. um göngu- og reiðstíga sem liggja um svæðið. Samhliða vinnu við friðlýsingu var unnið deiliskipulag fyrir svæðið sem nú hefur verið staðfest og auglýst af Skipulagsstofnun.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402172 - Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2024**
|Hreinsunarátak og vorhreinsun lóða 2024 rædd. Hreinsunarátak verður með sama sniði og síðustu ár og mun fara fram dagana 22. apríl - 6. maí. Unnið er að breyttri útfærslu Vorhreinsun lóða þar sem íbúum mun gefast kostur á að losa garðaúrgang í gáma sem verða aðgengilegir í nærumhverfi inni í hverfum. Umhverfisnefnd leggur áherslu á að breytt útfærsla vorhreinsun lóða verði kynnt vel fyrir íbúum bæjarins.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. .
|