Hvalfjarðarsveit
Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar 15. fundur
= Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar =
Dagskrá
Friðmey Ásgrímsdóttir boðaði forföll.
=== 1.Forvarnir ===
1910041
Forvarnarmál í Hvalfjarðarsveit.
Farið var yfir viku6 í Heiðarskóla og samstarfsverkefni Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Heiðarskóla, Hvalfjarðarsveitar, 301- Félagsmiðstöð og Arnardalur - Félagsmiðstöð. Vika6 er verkefni þar sem lögð er áhersla á kynheilbrigði og kynfræðslu. Þema ársins í ár voru Samskipti og Sambönd.
Fjölbrautarskóla Vesturlands var með tvo fyrirlestra í viku6 um hinseiginleika og stafrænt ofbeldi og kynheilbrigði.Einnig var Blush bingó.
Ráðið er ánægt með hvernig þetta verkefni er sett fram.
Fjölbrautarskóla Vesturlands var með tvo fyrirlestra í viku6 um hinseiginleika og stafrænt ofbeldi og kynheilbrigði.Einnig var Blush bingó.
Ráðið er ánægt með hvernig þetta verkefni er sett fram.
=== 2.Fundur með alþingismanni í Norðvesturkjördæmi ===
2402022
Undirbúningur vegna fundar við Lilju Rannveig Sigurgeirsdóttur alþingismann.
Farið var yfir málefnin sem Ungmennaráð vil ræða við Lilju og hvenær og hvar væri best að hitta hana. Ræddum það sem vel er gert og það sem betur má fara í sveitarfélaginu en einnig á Íslandi.
=== 3.Fréttabréf umboðsmanns barna ===
2312022
Notkun farsíma í skólum. Fara yfir niðurstöður könnunar sem Umboðsmaður barna lét framkvæma meðal allra grunnskóla á landinu.
Lagt fram til kynningar.
Farið var yfir hvernig Heiðarskóli setur fram reglur um farsímanotkun. Ungmennaráð er hlynnt því að hafa skýrar reglur um að takmarka símanotkun í skólanum.
Farið var yfir hvernig Heiðarskóli setur fram reglur um farsímanotkun. Ungmennaráð er hlynnt því að hafa skýrar reglur um að takmarka símanotkun í skólanum.
Fundi slitið - kl. 16:30.