Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 7. (2108)
|20.02.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri, Egill Daði Gíslason deildarstjóri umhverfis og framkvæmda.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2402323 - Þorraholt 11-19 Umsókn leyfi til jarvegsframkvæmda.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita ÞG Hnoðraholti ehf., kt. 660124-0470 leyfi til jarðvegsframkvæmda og landmótunar á lóðunum við Þorraholt 11-19 enda séu allar framkvæmdir á lóð samkvæmt deiliskipulagi, framlögðum uppdráttum og afturkræfar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2401089 - Betri Garðabær 2024.**
|Samskiptastjóri gerði grein fyrir hugmyndasöfnun í verkefninu Betri Garðabær. Alls bárust 189 hugmyndir. Unnið verður úr hugmyndum og í lok mars verður lögð fram tillaga um 30 hugmyndir sem fara í rafræna kosningu dagana 8. ? 20. maí 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2309674 - Niðurstöður rannsóknar meðal nemenda grunnskólum Garðabæjar.**
|Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kynnti og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum Rannsóknar og greiningar í könnum meðal nemenda í 5. ? 10. bekk í grunnskólum Garðabæjar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2402318 - Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Mosfellsbæ og Garðabæ.**
|Egill Daði Gíslason, deildarstjóri framkvæmda á umhverfissviði gerði nánari grein fyrir skilmálum vegna fyrirhugaðs útboðs Mosfellsbæjar og Garðabæjar á hirðu alls úrgangs frá heimilum. Gert er ráð fyrir að samningur veri gerður til fimm ára með ákvæði um heimild til framlengingar um eitt ár sem gildir í þrjú ár.
|
Bæjarráð samþykkir útboðsskilmála og heimilar auglýsingu útboðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 1912286 - Sátt í máli húsfélags Holtsvegar 31-32 gegn Garðabæ o.fl. er varðar byggingarframkvæmdir.**
|Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti sátt í máli húsfélagsins við Holtsveg 31-32 gegn Garðabæ o.fl. er varðar byggingarframkvæmdir og felur bæjarstjóra afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2402208 - Tilkynning óbyggðanefndar varðandi kröfur fjármála- og efnahagsráðherra um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“, dags. 12.02.24.**
|Bæjarráð felur bæjarstjóra að gæta hagsmuna bæjarins í málinu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2402259 - Tilkynning frá matvælaráðuneytinu ásamt minnisblaði varðandi regluverk um búfjárbeit, dags. 14.02.24.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2402181 - Bréf Hestamannafélagsins Spretts varðandi niðurfellingu fasteignagjalda 2024, dags. 17.02.24.**
|Bæjarráð samþykkir að veita Hestamannafélaginu Spretti styrk að fjárhæð kr. 2.487.201 til greiðslu fasteignagjalda árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2402239 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á barnalögum nr. 76/2003 (greiðsla meðlags), 112. mál., dags. 13.02.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2402240 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi í tilefni kvennakvölds í Miðgarði.**
|Í umsókninni er farið fram á tímabundið áfengisleyfi á kvennakvöldi Stjörnunnar sem halda á í Miðgarði 2, mars nk.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2308538 - Ársreikningur Garðabæjar 2023 - tillaga um afskriftir.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu um afskriftir viðskiptakrafna árið 2023 samkvæmt framlögðum lista samtals að fjárhæð kr. 706.753.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|