Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 308
**1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna**
|Yfirferð þeirrar vinnu sem hefur verið unnin frá síðasta fundi. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.|
**2. 2210158 - Sjóvarnir við Egilsbraut 26, Neskaupstað**
|Lögð fram kostnaðargreining á endurbyggingu mannvirkja sem tekin voru niður við gerð sjóvarnargarðs við Egilsbraut 22 og 26 í Neskaupstað. Verkefnastjóra hafna og sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að fylgja málinu eftir.|
**3. 2012071 - Ósk Cargow um landtengingu á Mjóeyrarhöfn**
|Lagt fram minnisblað frá Eflu hf. vegna landtengingar skipa Cargow á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn fagnar áformum Cargow en líkt og með önnur sambærileg verkefni í Fjarðabyggðarhöfnum er gert ráð fyrir að fyrirtæki standi sjálf straum af kostnaði.|
**4. 2206100 - Öryggismál hafna**
|Lögð fram skýrsla vegna úttektar á öryggismálum Fjarðabyggðarhafna sem Öryggisstjórnun ehf. framkvæmdi í lok árs 2023. Gísli Nils Einarsson mætti á fundinn og fór yfir helstu niðurstöður.|
**5. 2402135 - Tímabundinn rammi í Fáskrúðsfirði**
|Lagt fram erindi frá Fiskeldi Austfjarða þar sem óskað er eftir leyfi til að setja út tímabundinn ramma í Fáskrúðsfirði vegna viðhalds á kvíum. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að allra tilskilinna leyfa sé aflað.|
**6. 2402038 - Vatnsveita í Mjóafirði**
|Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar erindi frá Sigfúsi Vilhjálmssyni vegna hafnaraðstöðu í Mjóafirði. Verkefnastjóra hafna falið að afla frekari upplýsinga um stöðu mála og leggja fyrir að nýju.|
[Fjarðabyggð^Jvatnsmál 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=rWVi55vdVkuGOBdoTu11pA&meetingid=gzTFV_oMYk6UXdrJCdg2Dw1
&filename=Fjarðabyggð^Jvatnsmál 2024.pdf)
**7. 2402056 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2024**
|Lagt fram bréf Sjávarútvegsskóla unga fólksins er varðar samstarf og kostnaðarþátttöku sumarið 2024. Hafnarstjórn samþykkir að styrkja Sjávarútvegsskóla unga fólksins líkt og undanfarin ár.|
**8. 2402085 - Aðalfundur Cruise Iceland 2024**
|Boðað hefur verið til aðalfundar Cruise Iceland sem haldinn verður í Borgarfirði 3.apríl næstkomandi. Hafnarstjóra er falið að taka ákvörðun um hvort Fjarðabyggðarhafnir sendi fulltrúa á fundinn.|
**9. 2402087 - Mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ.**
|Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar þau mannvirki sem skylt er að vátryggja hjá NTÍ|
**10. 2402143 - Málþing um íslenska strandmenningu**
|Lagt fram til kynningar. Vitafélagið-íslensk strandmenning hefur boðað til ráðstefnu um íslenska strandmenningu - stöðu hennar og framtíð sem fer fram á Akranesi mánudaginn 4. mars næstkomandi.|