Akraneskaupstaður
Skipulags- og umhverfisráð 289. fundur
[s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)
= Skipulags- og umhverfisráð =
Dagskrá
=== 1.Óviðunandi aðstæður fjargeymslu BÍG ===
2402172
Menningar- og safnanefnd leggur fram til umræðu minnisblað um alvarlegt ástand fjarvarðveislurýmis Byggðasafnsins.
=== 2.Höfðasel 15 - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa ===
2402015
Fyrirspurn varðandi umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma að Höfðaseli 15.
Skipulags- og umhverfisráð bendir á að deiliskipulagsvinna stendur yfir varðandi Höfðasel. Skipulagsfulltrúa ásamt skipulagshönnuði falið að ræða við lóðarhafa varðandi heildarskipulag lóðar m.t.t. þeirra þarfa sem liggja fyrir.
=== 3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur - Stillholt 23 og Dalbraut 2 ===
2301128
Farið yfir umsókn NH-2 ehf um breytingu á deiliskipulagi Dalbrautarreits vegna Stillholts 23 og Dalbrautar 2, sem unnin er af Tark arkitektum.
Drög að skipulagslýsingu lögð fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
=== 4.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta ===
2207011
Vinnslutillaga að deiliskipulagi á norðurhluta Dalbrautarreits.
Lögð fram kynning vegna frumdraga að deiliskipulagi fyrir Dalbrautareit N.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega deiliskipulagsbreytingu á reitnum.
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að halda kynningarfund um væntanlega deiliskipulagsbreytingu á reitnum.
=== 5.Suðurgata 98 sólskáli - fyrirspurn til skipulagsfulltrúa ===
2401337
Fyrirspurn Hallgríms G Sverrissonar um byggingu sólskála á lóðinni Suðurgötu 98. Umrædd lóð er á deiliskipulagi Sementsreits en ekki er heimild í skipulagi að byggja sólskála.
Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi samþykktu þann 12.09.2017, er ekki gert ráð fyrir sólskála ofan á bílskúrum húsa sem standa við Suðurgötu og húshæð bílskúra er ein hæð. Grunnhugmynd deiliskipulags Suðurgötu er að stakstæð hús við götuna séu í anda gamla bæjarins. Sólskálar ofan á þaki bílskúra eru hvorki heimilaðir á deiliskipulagi, né í anda þess.
=== 6.Hagaflöt - rafhleðslur fyrir rafbíla ===
2311361
Erindi eigenda Holtsflatar 9 varðandi ósk um heimild til uppsetningar hleðslustöðva fyrir rafbíla á bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu á málinu þar til að formlegar reglur um hleðslustöðvar í bæjarlandinu liggja fyrir.
=== 7.Hleðslustöðvar í hverfum - reglur ===
2401416
Reglur um uppsetningu á hleðslustöðvum í bæjarlandi.
Skipulags- og umhverfisráð vísar tillögu að reglum um hverfahleðslur til bæjarráðs.
=== 8.Viðhald gatna og gangstétta 2024 ===
2301225
Farið yfir áætlun um viðhald gatna og gangstétta 2024.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að eftirfarandi verkefni verði unnin í viðhald gatna á þessu ári:
- Yfirlögn malbiks á Leynisbraut.
- Endurgerð yfirborðs götu neðst á Laugarbraut
- Hönnun á götum og stígum vegna endurgerðar Kirkjubrautar milli Háholts og
Stillholts.
- Yfirlögn malbiks á Leynisbraut.
- Endurgerð yfirborðs götu neðst á Laugarbraut
- Hönnun á götum og stígum vegna endurgerðar Kirkjubrautar milli Háholts og
Stillholts.
=== 9.Þjóðvegur (gamli) - tímabundin lokun. ===
2202035
Tímabundin lokun á Elínarvegi
Búið er að loka Elínarvegi norðan við Miðvogsá skv. ákvörðun skipulags- og umhverfisráðs. Þar hefur verið sett þrenging og hlið í þrenginguna. Á báðum endum Elínarvegar hefur vegurinn verið merktur sem botnlangagata.
Þetta er gert til að draga úr gegnumakstri eftir veginum meðfram hestareiðleið á norðurhluta vegarins.
Hliðið skal vera lokað, en er ekki læst og geta neyðaraðilar og aðrir komist í gegn ef með þarf, en skulu alltaf loka hliðinu á eftir sér.
Þetta fyrirkomulag verður fram til loka mars 2025 og verður þá endurskoðað.
Þetta er gert til að draga úr gegnumakstri eftir veginum meðfram hestareiðleið á norðurhluta vegarins.
Hliðið skal vera lokað, en er ekki læst og geta neyðaraðilar og aðrir komist í gegn ef með þarf, en skulu alltaf loka hliðinu á eftir sér.
Þetta fyrirkomulag verður fram til loka mars 2025 og verður þá endurskoðað.
=== 10.Ægisbraut - afnot af túni fyrir frjálsar íþróttir. ===
2401271
Erindi frá Skipaskaga um notkun á grænu svæði við Ægisbraut.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu í skóla- og frístundaráð, þar sem um er að ræða beiðni um aðstöðu fyrir íþróttastarfsemi.
=== 11.Álmskógar 17 - umsókn til skipulagsfulltrúa ===
2302122
Umsókn um breytingu á skipulagi Skógarhverfis 1. áfanga. Í breytingunni felst að byggður verði sólskáli áfastur við vesturhlið Álmskóga 17 að lóðarmörkum Álmskóga 15. Byggingarreitur stækkar um 22fm, nýtingarhlutfall er óbreytt. Meðfylgjandi gögn sem unnin er af Al-Hönnun ehf, sýna breytingu á skuggavarpi og umfang framkvæmdar.
Endurupptaka máls vegna nýrra gagn sem óskað var eftir.
Endurupptaka máls vegna nýrra gagn sem óskað var eftir.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að erindið verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verður fyrir lóðarhöfum Álmskóga 15, 18, 19, 20 og við Eikarskóga 8 og 10, þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Fundi slitið - kl. 21:15.
Ráðið leggur til að slíkt sé sett í forgang og unnið sameiginlega milli sviða sem eiga hagsmuni að gæta í þessu máli.
Sviðsstjórum skipulags-og umhverfissviðs og skóla- og fristundasviðs falin frekari úrvinnsla málsins.