Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 8. (2109)
|27.02.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2402345 - Bréf Alþingis varðandi frumvarp til laga um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum, 115. mál., dags. 16.02.24.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2402419 - Bréf Bjarkarhlíðar varðandi framlag til starfseminnar, dags 21.02.24.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402421 - Tilkynning frá Reykjavíkurborg varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi vegna skotæfingasvæðis á Álfsnesi, dags. 22.02.24.**
|Bæjarráð vísar málinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2307150 - Tillaga um breytingu á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ.**
|Lögð fram til afgreiðslu tillaga að breytingu á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara sem gerir ráð fyrir að gjald fyrir akstur í séhæfða dagdvöl aldraðar verði sem nemur einu fargjaldi með almenningsvögnum en ekki eitt og hálft fargjald eins og almennt er gert ráð fyrir.
|
Bæjarráð samþykkir tillögu um breytingu á gjaldskrá fyrir akstursþjónustu eldri borgara í Garðabæ.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2402179 - Tilkynning frá innviðaráðuneytinu varðandi birtingu draga borgarstefnu í samráðsgátt, dags. 22.02.24.**
|Lögð fram tilkynning frá innviðaráðuneytinu þar sem fram kemur að drög að fyrstu borgarstefnu hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en innviðaráðherra fyrirhugar að leggja fram tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu á Alþingi á komandi haustþingi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2209699 - Hönnun og undirbúningur framkvæmda 3. áfanga Urriðaholtsskóla - kynning.**
|Sviðsstjóri umhverfissviðs kynnti stöðu á hönnun þriðja áfanga Urriðaholtsskóla og undirbúning framkvæmda. Stefnt er að því að útboð vegna framkvæmda verði auglýst í byrjun mars og að framkvæmdir geti hafist í maí 2024. Verklok eru áætluð vorið 2026. Jafnframt var gerð grein fyrir stöðu framkvæmda við 2. áfanga en gert er ráð fyrir að áfanginn verði tilbúinn fyrir páska 2024.
|
Bæjarráð samþykkir heimild til auglýsingar útboðs vegna framkvæmda við 3. áfanga.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:30.
|