Reykjavíkurborg
Fjölmenningarráð - Fundur nr. 69
**Fjölmenningarráð**
Ár 2024, miðvikudaginn 28. febrúar var haldinn 69. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.10. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Helgi Áss Grétarsson og Milan Chang. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Monika Gabriela Bereza. Einnig sat eftirfarandi starfsmaður fundinn: Elísabet Pétursdóttir.
[Joanna Marcinkowska ]ritaði fundargerð. **Þetta gerðist:**
Fram fer kynning mennta- og barnamálaráðuneytis á aðgerðum ríkisstjórnar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda.
- Kl. 15.20 tekur Mouna Nasr sæti á fundinum.
Linda Rós Alfreðsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24020151
Fylgigögn
Fram fer kynning menninga- og viðskiptamálaráðuneytis, félags- og vinnumálaráðuneytis og mennta- og barnamálaráðuneytis á aðgerðaráætlun um íslenska tungu fyrir árin 2023-2026.
Kristrún Heiða Hauksdóttir, Hallgrímur J. Ámundarson, Hulda Anna Arnljótsdóttir og Óttarr Ólafur Proppé taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24020148
Fylgigögn
Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á þekkingarteyminu Miðja máls og læsis.
Ragnheiður V. Sigtryggsdóttir, Helga Ágústsdóttir Þóra Sæunn Úlfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24020153
Fylgigögn
Fram fer kynning á verkefninu Gefum íslensku séns.
Ólafur Guðsteinn tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24020149
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 16.54**
Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson
Milan Chang Mouna Nasr
Monika Gabriela Bereza
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð fjölmenningarráðs frá 28. febrúar 2024**