Reykjavíkurborg
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 70
**Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks**
Ár 2024, fimmtudaginn 29. febrúar var 70. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var aukafundur og haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.02. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Katarzyna Beata Kubis, Lilja Sveinsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Anna Kristín Jensdóttir, Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á verkhönnun hugmynda í Hverfið mitt. MSS22020075
- Kl. 10.08 tekur Rúnar Björn Herrera Þorkelsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fram fer umræða um málþing/opinn fund aðgengis- og samráðsnefndar. MSS24010125
Fram fer umræða um heimsóknir aðgengis- og samráðsnefndar.
Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfis almannatrygginga.
Fylgigögn
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar um stólpa í borgarlandinu sbr. 7. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 1. febrúar 2024.
Fylgigögn
Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar:
Aðgengis- og samráðsnefnd þakkar fyrir svarið. Hefur Reykjavíkurborg einhver viðmið á hönnun stólpa í borgarlandinu? Til dæmis varðandi lit, endurskin og hæð á stólpum.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fylgigögn
**Fundi slitið 11.30**
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Katarzyna Kubiś Lilja Sveinsdóttir
Ingólfur Már Magnússon Anna Kristín Jensdóttir
Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Þorkell Sigurlaugsson
Unnur Þöll Benediktsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 29. febrúar 2024**