Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 9. (2110)
|05.03.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson varamaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Guðjón Erling Friðriksson bæjarritari.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2203099 - Grímsgata 6 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Mannvirki ehf., kt. 431014-1060, leyfi til að færa sorpskýli innan lóðar fjölbýlishússins við Grímsgötu 6.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 1911051 - Kinnargata 26 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Bergþóri Ásgeirssyni, kt. 051187-2539, leyfi til að taka í notkun rými sem merkt er tæknirými í einbýlishúsinu við Kinnargötu 26.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2306463 - Bréf Skipulagsstofnunar varðandi breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar, dags. 19.02.24.**
|Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun hefur yfirfarið gögn varðandi breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 19. október 2023 og var til afgreiðslu á fundi bæjarráðs 16. janúar 2024. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að auglýsing til staðfestingar á gildi breytingarinnar verði birt í B- deild Stjórnartíðinda.
|
Bæjarráð vísar bréfinu til umfjöllunar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2402537 - Álit reikningsskila- og upplýsinganefndar varðandi færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs, dags. 26.02.24.**
|Í álitinu kemur fram hvernig færa skuli kröfu frá Brú lífeyrissjóði sem til er komin vegna tryggingafræðilegs endurmats sjóðsins og birt var sveitarfélögum í ársbyrjun 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2402570 - Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga um boðun aðalfundar 14. mars 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2403003 - Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi málþing um stöðuna í orkumálum, dags. 26.02.24.**
|Lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2402209 - Afgreiðsla leikskólanefndar varðandi reglur um innritun í leikskóla.**
|Bæjarráð vísar reglum um innritun í leikskóla til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2312336 - Skóladagatal leik- og grunnskóla 2024-2025.**
|Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu leikskólanefndar og skólanefndar grunnskóla á skóladagatali 2024-2025.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401599 - Skóladagatal leik- og grunnskóla 2025-2026.**
|Bæjarráð gerir ekki athugasemd við afgreiðslu leikskólanefndar og skólanefndar grunnskóla á skóladagatali 2025-2026.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2402533 - Bréf kórs Vídalínskirkju um styrk vegna söngferðalags til Ungverjalands í júní 2024, dags. 27.02.24.**
|Bæjarráð vísar bréfinu til afgreiðslu við úthlutun styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2208745 - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks.**
|Sviðsstjóri velferðarsviðs gerði grein fyrir drögum að samningi um samræmda móttöku flóttafólks og lagði til að miða fjölda við 140 og framlengingu til sex mánaða eða til loka júnímánaðar. Einnig var farið yfir reynslu af framkvæmd núverandi samnings.
|
Drögin voru lögð fram til kynningar í velferðarráði á fundi 28. febrúar 2024.
Bæjarráð vísar samningnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2403006 - Bréf Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála varðandi frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu, dags. 29.02.24.**
|Í bréfinu kemur fram að óskað er eftir að Garðabær svari spurningalista ásamt því að leggja fram allar útgefnar reglur um stoð og stuðningsþjónustu.
|
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hlutast til um að bréfinu verið svarað og öll hlutaðeigandi gögn lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2403015 - Bréf forsætisráðuneytisins varðandi kynningu á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024, dags. 05.02.24.**
|Lagt fram og vísað til kynningar í menningar- og safnanefnd, íþrótta- og tómstundaráði og umhverfisnefnd.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2403028 - Málefni heilsugæslunnar í Garðabæ.**
|Bæjarstjóri skýrði frá fundum og samtölum við ráðherra, ráðuneyti og forsvarsaðila Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu varðandi starfsemi heilsugæslustöðvarinnar í Garðabæ.
|
Bæjarráð skorar á heilbrigðisráðherra að hefjast þegar handa við að leita tilboða í hentugt húsnæði fyrir heilsugæslu í Garðabæ þannig að mæta megi uppsafnaðri þörf fyrir þjónustu hratt og örugglega.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15.
|