Kópavogsbær
Lista- og menningarráð - 161. fundur
Bæjarstjóri Ásdís Kritjánsdóttir, bæjarritari Pálmi Þór Másson og bæjarlögmaður Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, fara yfir stöðu og þróun á þeim breytingum sem gerðar hafa verið í menningarhúsunum í kjölfar samþykktra breytinga í apríl 2023. Gestir yfirgáfu fundinn 9:20.
Bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Vina Kópavogs og Viðreisnar árétta að samkvæmt 9. gr. erindisbréfs ráðsins er það hlutverk þess að fara með og sinna stefnumörkun í menningarmálum og vera ráðgefandi til bæjarráðs um þau mál og að lista- og menningarráð fer með málefni stofnana sem starfa að menningarmálum í Kópavogi. Í þessu ferli hefur ráðið síendurtekið verið sniðgengið í ákvörðunartöku sem er ótækt.
Margrét Tryggvadóttir, áheyrnarfulltrúi samfylkingar
Ísabella Leifsdóttir, fulltrúi Vina Kópavogs
Árn Pétur Árnason, áheyrnarfulltrúi Pírata
Elvar Bjarki Helgason, fulltrúi Viðreisnar