Hvalfjarðarsveit
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd 69. fundur
= Mannvirkja- og framkvæmdanefnd =
Dagskrá
=== 1.Melahverfi 2 L133639 - Beitarhólf 2020 ===
1909020
Framlögð drög að reglum,gjaldskrá og leigusamningi vegna beitarhólfa.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur og gjaldskrá fyrir Beitarhólf Melahverfi 2 sem og leigusamning fyrir beitarhólf Melahverfi 2.
=== 2.Göngu og reiðhjólastígar í sveitarfélaginu ===
2001040
Undirbúningsvinna vegna göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda landeigendum við Grunnafjörð framlagt bréf varðandi möguleika á að leggja göngu- og reiðhjólastíg að Grunnafirði.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda landeigendum við strandlengju Innness framlagt bréf varðandi möguleika á að leggja göngu- og reiðhjólastíg að fjöru.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd samþykkir að senda landeigendum við strandlengju Innness framlagt bréf varðandi möguleika á að leggja göngu- og reiðhjólastíg að fjöru.
=== 3.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda. ===
2001042
Útboð íþróttahúss við Heiðarborg.
Lagt fram.
=== 4.Samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. ===
2205016
Fundargerðir samstarfsnefndar.
Lagðar fram fundargerðir 04 og 05 frá samstarfsnefnd Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
=== 5.Viljayfirlýsing og skipan starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf norðan Hvalfjarðar. ===
2305044
Greinargerð starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað.
Karl Ingi Sveinsson kynnti niðurstöður greinargerðar starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf í Hvalfjarðarsveit og Akraneskaupstað sem unnin var í samstarfi Veitna, Hvalfjarðarsveitar, Faxaflóahafna, Norðuráls, Akraneskaupstaðar og Elkem.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:00.