Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 2
|
|
|
|**1. 2402098 - Steinprýði 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**2. 2311540 - Þórukot - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|**3. 2402397 - Útholt 3 - bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um tilfærslu á bílastæðum innan lóðarinnar við Útholt 3.
|
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr. sömu laga.
Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Útholti 4 og 6 sem og að Úholti 5-9. Heimilt er að stytta tíma grenndarkynningar ef viðkomandi lóðarhafar staðfesta með áritun sinni á uppdrátt að þeir geri ekki athugasemd við tillöguna.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 118/2022.
|
|
|
|
|
|**4. 2402135 - Skerpluholt 3 - auka byggingarmagn - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu byggingar sem kallar á aukningu byggingarmagns í deiliskipulagi.
|
Lögð fram umsögn deiliskipulagshöfundar.
Fyrirspurn og umsögn vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
|
|
|
|
|
|**5. 2402418 - Skerpluholt 5 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um útfærslu byggingar ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
|
Fyrirspurn og umsögn vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
|
|
|
|
|
|**6. 2312388 - Skerpluholt 7 - Breyting bílastæði - -Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir tilfærslu á bílastæðum innan lóðar að lokinni grenndarkynningu. Engar athugasemdir bárust.
|
Tillagan skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml.3.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
|
|
|
|
|
|**7. 2401387 - Eskiás 8 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Fjöldi íbúða á lóð er samkvæmt uppdráttum 29 en eru 27 samkvæmt töflu sem fram kemur í greinargerð deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til Eskiáss. Þar sem að tafla er til viðmiðunar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við umrætt frávik enda ekki um breytingu á heildarfjölda íbúða við Eskiás að ræða.
Við útreikning á bílastæðaþörf er hluti bílastæða innan lóðar og hluti í götu. Ef horft er til byggingarmagns og íbúðarfjölda í næstu húsum er ljóst að framboð bílastæða í götu nærri íbúðum að Eskiás 8 er í samræmi við ákvæði deiliskipulagsins.
Hæðarkóti húss nærri götu er 30 cm hærri en hæðarkóti á hæðarblaði en hámarkshæð húss er skilgreind í deiliskipulagi og fer heildarhæð húss ekki upp fyrir þá hæð.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað ofangreind atriði varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**8. 2305174 - Mávanes 22 - stækkun á byggingarreit**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Arnarness sem gerir ráð fyrir stækkun á byggingarreit lóðarinnar Mávanes 22 að lokinni grenndarkynningu.
|
Engar athugasemdir bárust. Tillagan skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml.3.mgr.41.gr.Skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
|
|
|
|
|
|**9. 1909198 - Blikanes 23 -Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi vegna glerskála undir núverandi verönd. Sú breyting er í samræmi við skilmála deiliskipulags Arnarness.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis á grundvelli skipulagsskilmála.
|
|
|
|
|
|**10. 2402096 - Blómahæð 7 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi**
|Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Bæjargils 2.áfanga (Hæða) sem gerir ráð fyrir stækkun raðhúslóðarinnar Blómahæð 7 til suðurs að göngustíg.
|
Stærð raðhúslóðarinnar hefur ekki verið breytt í deiliskipulagi Hæða. Ósamræmi er á milli mæliblaðs og deiliskipulags og lóð hefur verið útfærð á annan hátt en opinber gögn sýna.
Málinu vísað til mótunar tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Hæða sem vísað hefur verið til forkynningar.
|
|
|
|
|
|**11. 2402387 - Þorraholt 11-19 - Deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að breytingu Hnoðraholts norður sem nær til lóðanna; Þorraholt 11,13,15,17 og 19. Tillögunni fylgir umsókn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu.
|
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum.
· Byggingarreitir neðanjarðar breytast á lóðum Þorraholt 11,13,15,17 og 19.
· Byggingarmagn neðanjarðar eykst á lóðum Þorraholt 11,13,15,17 og 19.
· Rampar/ skábrautir að bílakjallara mega fara út fyrir byggingarreit
· Mögulegt verði að samnýta rampa milli lóða.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður í samræmi við 2.mgr.43.greinar skipulagslaga nr.123/2010. Í samræmi við 2.ml.3.mgr.44.greinar sömu laga er fallið frá grenndarkynningu þar sem að deiliskipulagsbreytingin varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda og Garðabæjar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|